Vilja nýta horn kinda til að búa til hundamat Sæunn Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2016 05:00 Stefnt er að því að hundafóðursframleiðslan fari fram í húsi Íshúsfélags Bolungarvíkur. vísir/erla björg Stefnt er að því að framleiða hundafóður úr kindahornum í Bolungarvík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða verkefni sem unnið er í samvinnu við erlenda aðila. Ferlið hófst fyrir tveimur árum og hefur verið unnið að undirbúningnum hér á landi á þeim tíma. Um er að ræða tilraunaverkefni. Framleiðslan var fyrst á Húsavík og stóð þar yfir frá hausti eftir sláturvertíðina 2014 og fram á fyrravor. Verið er að vinna í því að færa þá starfsemi til Bolungarvíkur. Starfsemin verður til húsa í gamla frystihúsi Einars Guðfinnssonar, húsi Íshúsfélags Bolungarvíkur. Húsnæðið er í eigu rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf. Í húsinu er fyrir þurrkverksmiðja fyrir rækjuskel, og mjólkurvinnslan Arna er þar einnig til húsa. Nokkur fyrirtæki framleiða í dag hundafóður á Íslandi. Fyrirtækið Hundahreysti framleiðir til að mynda ferskfóður þar sem notað er hrátt íslenskt kindakjöt, nautavambir og nautablóð. Öll framleiðslan er íslensk. Iceland Pet (í eigu Lýsis) framleiðir einnig hunda- og kattamat í Þorlákshöfn. Vörurnar eru unnar úr íslenskum fiski og er um að ræða bæði þurrmat og blautmat. Sérstaða hundafóðursins í Bolungarvík er sú að það verður framleitt úr kindahornum. Fram að því að fyrirtækið að baki framleiðslunni kom með þá hugmynd að nýta kindahorn til fóðurs hafði það tíðkast að greitt var fyrir að farga þeim. Hugmyndin er því að endurnýta eitthvað sem annars væri fargað. Óljóst er hvenær vinnsla geti hafist eða hve mörg störf verði til í Bolungarvík í kjölfarið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru viðræður enn í gangi við innlenda aðila um samstarf vegna framleiðslunnar.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stefnt er að því að framleiða hundafóður úr kindahornum í Bolungarvík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða verkefni sem unnið er í samvinnu við erlenda aðila. Ferlið hófst fyrir tveimur árum og hefur verið unnið að undirbúningnum hér á landi á þeim tíma. Um er að ræða tilraunaverkefni. Framleiðslan var fyrst á Húsavík og stóð þar yfir frá hausti eftir sláturvertíðina 2014 og fram á fyrravor. Verið er að vinna í því að færa þá starfsemi til Bolungarvíkur. Starfsemin verður til húsa í gamla frystihúsi Einars Guðfinnssonar, húsi Íshúsfélags Bolungarvíkur. Húsnæðið er í eigu rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf. Í húsinu er fyrir þurrkverksmiðja fyrir rækjuskel, og mjólkurvinnslan Arna er þar einnig til húsa. Nokkur fyrirtæki framleiða í dag hundafóður á Íslandi. Fyrirtækið Hundahreysti framleiðir til að mynda ferskfóður þar sem notað er hrátt íslenskt kindakjöt, nautavambir og nautablóð. Öll framleiðslan er íslensk. Iceland Pet (í eigu Lýsis) framleiðir einnig hunda- og kattamat í Þorlákshöfn. Vörurnar eru unnar úr íslenskum fiski og er um að ræða bæði þurrmat og blautmat. Sérstaða hundafóðursins í Bolungarvík er sú að það verður framleitt úr kindahornum. Fram að því að fyrirtækið að baki framleiðslunni kom með þá hugmynd að nýta kindahorn til fóðurs hafði það tíðkast að greitt var fyrir að farga þeim. Hugmyndin er því að endurnýta eitthvað sem annars væri fargað. Óljóst er hvenær vinnsla geti hafist eða hve mörg störf verði til í Bolungarvík í kjölfarið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru viðræður enn í gangi við innlenda aðila um samstarf vegna framleiðslunnar.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira