Viðskipti innlent

ÍLS lánaði rúmlega 800 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Íbúðalánasjóður 667 eignir, samanborið við 545 á sama tímabili í fyrra.
Á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Íbúðalánasjóður 667 eignir, samanborið við 545 á sama tímabili í fyrra. Vísir/Anton Brink
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júní 2016 námu 804 milljónum króna, en þar af voru 267 milljónir vegna almennra lána. Almenn lán numu 290 milljónum króna í maí. Meðalfjárhæð almennra lána var 10,3 milljónir, segir í tilkynningu.

Vanskil einstaklinga eru að dragast saman. Í lok júní nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 2,1 milljarði króna og var undirliggjandi lánavirði 20,5 milljarðar króna eða um 4,3 prósent útlána sjóðsins til einstaklinga. Til samanburðar var undirliggjandi lánavirði vanskila útlána til einstaklinga 22,4 milljarðar í maí.

667 íbúðir seldar á árinu

Á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Íbúðalánasjóður 667 eignir, samanborið við 545 á sama tímabili í fyrra. Um 23 prósent aukningu er að ræða. Á öllu árinu 2015 seldust 898 eignir.

Í lok júní átti Íbúðalánasjóður 825 fullnustueignir, 360 eignir voru í almennri sölumeðferð, og 390 voru í leigu hjá eignasviði Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður hefur samþykkt kauptilboð í 109 eignir og vinna nú tilboðsgjafar að fjármögnun þeirra.

Í lok júní hafði 781 eign eða 95 prósent fullnustueigna sjóðsins verið ráðstafað í leigu, sölumeðferð eða í vinnslu. Þá biðu 44 eignir frekari greiningar og fara þær ýmist í sölu eða leigu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×