Of auðvelt fyrir þá ríku að forðast skatta Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2016 09:45 Að mati Henry er mikilvægt að taka á bankaiðnaðinum líka í ljósi þess að bankarnir hönnuðu skattaskjólin. Fréttablaðið/Hanna Panama-skjölin voru vendipunktur í umræðunni um skattaskjól og náðst hefur að byggja upp alþjóðlega hreyfingu til að geta varpað ljósi á vandamálið. Ísland hefur enga afsökun fyrir að grípa ekki tækifærið til að berjast gegn skattaskjólum. Ísland getur komist í fremstu röð ríkja sem greint hafa stærð vandans og lagt til tillögur að umbótum. Þetta er mat bandaríska hagfræðingsins dr. James S. Henry. Henry er hér á landi, meðal annars til að funda með starfshópi fjármálaráðuneytisins, sem vinnur að því að leggja mat á umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum. Hann heldur fyrirlestur um aflandseignir, alþjóðleg net skattaskjóla, skattsvik, peningaþvætti og ránræði (e. kleptocracy) og áhrif þess á efnahag þjóða í Háskóla Íslands á morgun. Henry bendir á að tugir billjóna dollara liggi í skattaskjólum og að þetta hafi gríðarlega neikvæð áhrif á efnahag þjóða. Skattaskjól hafa verið vandamál í áratugi en aflandssvæðum hefur fjölgað úr fimmtán í 91 á síðustu 40 árum og fjöldi eigna sem liggja í skattaskjóli farið ört vaxandi. „Þetta er að verða eins og í bar-senunni í Star Wars þar sem þú ert með alls kyns mismunandi glæpamenn, þeir eru ekki einungis að forðast skatta, heldur líka að stunda ránræði, peningaþvætti eða eru fjársvikarar eins og á Íslandi fyrir hrun,“ segir hann. „Panama-lekinn var sá stærsti í sögunni, en við höfum vitað um aflandsfélög í áratugi. Ég held að alvöru hneykslið sé að við höfum ekki gert neitt til að vinna gegn þessu,“ segir Henry. „Það eru alls kyns mismunandi vandamál, og það má fullyrða að um allan heim sé orðið allt of auðvelt fyrir mjög ríkt fólk og fyrirtæki að forðast skatta og lög með því að flytja eignir sínar í skattaskjól.“ Henry er ráðgjafi hjá Tax Justice Network og segir að einn stærsti áfangi síðustu ára hafi verið að ná að varpa ljósi á vandamálið og byggja upp alþjóðlega hreyfingu. „Almenningur er kominn með nóg af stórum bönkum og ríka fólkinu sem geymir peningana sína í skattaskjólum,“ segir hann.James S. Henry er hagfræðingur, lögfærðingur og starfaði sem rannsóknarblaðamaður. Fréttablaðið/HannaAð mati Henrys fela næstu skrefin í baráttunni í sér að bæta opinberar upplýsingar. „Við viljum opinber gögn með skráningu eigenda fyrirtækja og sjóða. Við viljum sjálfvirk upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. Þangað til að við getum tekið almennilega á vandanum legg ég einnig til að lagður verði eitt prósent skattur á nafnleynd á fyrirtækjum og eignum í aflandsfélögum, þá er hægt að leggja þann pening í ríkissjóð, það væri auðvelt að koma því í kring.“ Hann bætir við að lönd þurfi einnig að hætta að keppast um að bjóða lægstu fyrirtækjaskattana. Henry segir að erfitt virðist vera fyrir alþjóðastofnanir að takast á við vandann. „Ég hef spurt þá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af hverju þeir gera ekki neitt í þessu og fékk þau svör að það væri vegna þess að 80 af meðlimalöndum sjóðsins séu skattaskjól. Við þurfum alþjóðlega nefnd sem vinnur í því að finna út hvernig við tökum á alþjóðlega skattaskjólsvandamálinu.“ Eitt það mikilvægasta í baráttunni er einnig að taka á bankageiranum að mati Henrys, en hann telur að bankarnir beri mikla ábyrgð á efnahagslegum vandamálum sem við höfum átt við að stríða. „Þeir hönnuðu skattaskjólsumhverfið og hjálpa þeim ríku að færa eignir til að forðast skatta. Sambandið milli bankageirans og aflandsstarfseminnar er rót vandans. Ég held að við munum ekki leysa þetta vandamál án þess að taka á bönkunum. Skattaskjól eins og Cayman-eyjar gætu horfið á morgun, þá yrði bara skapað nýtt skattaskjól annars staðar. Ég tel að lönd þurfi að vinna saman til að setja þessum óábyrga alþjóðlega iðnaði reglur, koma í veg fyrir léleg útlán og óhóflega áhættusamar viðskiptaákvarðanir, og það að bankar hjálpi fólki að fremja alla þessa fjármálaglæpi,“ segir Henry. „Við verðum bara að halda áfram baráttunni, ég held að það sem þið eruð að gera á Íslandi til að skilja vandamálið sé mjög mikilvægt fyrir önnur lönd.“ Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Panama-skjölin voru vendipunktur í umræðunni um skattaskjól og náðst hefur að byggja upp alþjóðlega hreyfingu til að geta varpað ljósi á vandamálið. Ísland hefur enga afsökun fyrir að grípa ekki tækifærið til að berjast gegn skattaskjólum. Ísland getur komist í fremstu röð ríkja sem greint hafa stærð vandans og lagt til tillögur að umbótum. Þetta er mat bandaríska hagfræðingsins dr. James S. Henry. Henry er hér á landi, meðal annars til að funda með starfshópi fjármálaráðuneytisins, sem vinnur að því að leggja mat á umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum. Hann heldur fyrirlestur um aflandseignir, alþjóðleg net skattaskjóla, skattsvik, peningaþvætti og ránræði (e. kleptocracy) og áhrif þess á efnahag þjóða í Háskóla Íslands á morgun. Henry bendir á að tugir billjóna dollara liggi í skattaskjólum og að þetta hafi gríðarlega neikvæð áhrif á efnahag þjóða. Skattaskjól hafa verið vandamál í áratugi en aflandssvæðum hefur fjölgað úr fimmtán í 91 á síðustu 40 árum og fjöldi eigna sem liggja í skattaskjóli farið ört vaxandi. „Þetta er að verða eins og í bar-senunni í Star Wars þar sem þú ert með alls kyns mismunandi glæpamenn, þeir eru ekki einungis að forðast skatta, heldur líka að stunda ránræði, peningaþvætti eða eru fjársvikarar eins og á Íslandi fyrir hrun,“ segir hann. „Panama-lekinn var sá stærsti í sögunni, en við höfum vitað um aflandsfélög í áratugi. Ég held að alvöru hneykslið sé að við höfum ekki gert neitt til að vinna gegn þessu,“ segir Henry. „Það eru alls kyns mismunandi vandamál, og það má fullyrða að um allan heim sé orðið allt of auðvelt fyrir mjög ríkt fólk og fyrirtæki að forðast skatta og lög með því að flytja eignir sínar í skattaskjól.“ Henry er ráðgjafi hjá Tax Justice Network og segir að einn stærsti áfangi síðustu ára hafi verið að ná að varpa ljósi á vandamálið og byggja upp alþjóðlega hreyfingu. „Almenningur er kominn með nóg af stórum bönkum og ríka fólkinu sem geymir peningana sína í skattaskjólum,“ segir hann.James S. Henry er hagfræðingur, lögfærðingur og starfaði sem rannsóknarblaðamaður. Fréttablaðið/HannaAð mati Henrys fela næstu skrefin í baráttunni í sér að bæta opinberar upplýsingar. „Við viljum opinber gögn með skráningu eigenda fyrirtækja og sjóða. Við viljum sjálfvirk upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. Þangað til að við getum tekið almennilega á vandanum legg ég einnig til að lagður verði eitt prósent skattur á nafnleynd á fyrirtækjum og eignum í aflandsfélögum, þá er hægt að leggja þann pening í ríkissjóð, það væri auðvelt að koma því í kring.“ Hann bætir við að lönd þurfi einnig að hætta að keppast um að bjóða lægstu fyrirtækjaskattana. Henry segir að erfitt virðist vera fyrir alþjóðastofnanir að takast á við vandann. „Ég hef spurt þá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af hverju þeir gera ekki neitt í þessu og fékk þau svör að það væri vegna þess að 80 af meðlimalöndum sjóðsins séu skattaskjól. Við þurfum alþjóðlega nefnd sem vinnur í því að finna út hvernig við tökum á alþjóðlega skattaskjólsvandamálinu.“ Eitt það mikilvægasta í baráttunni er einnig að taka á bankageiranum að mati Henrys, en hann telur að bankarnir beri mikla ábyrgð á efnahagslegum vandamálum sem við höfum átt við að stríða. „Þeir hönnuðu skattaskjólsumhverfið og hjálpa þeim ríku að færa eignir til að forðast skatta. Sambandið milli bankageirans og aflandsstarfseminnar er rót vandans. Ég held að við munum ekki leysa þetta vandamál án þess að taka á bönkunum. Skattaskjól eins og Cayman-eyjar gætu horfið á morgun, þá yrði bara skapað nýtt skattaskjól annars staðar. Ég tel að lönd þurfi að vinna saman til að setja þessum óábyrga alþjóðlega iðnaði reglur, koma í veg fyrir léleg útlán og óhóflega áhættusamar viðskiptaákvarðanir, og það að bankar hjálpi fólki að fremja alla þessa fjármálaglæpi,“ segir Henry. „Við verðum bara að halda áfram baráttunni, ég held að það sem þið eruð að gera á Íslandi til að skilja vandamálið sé mjög mikilvægt fyrir önnur lönd.“
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira