Nýr útgáfuaðili í íslenskri tónlist Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 18:45 Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal fara fyrir hópnum sem hefur keypt tónlistarhlutann út úr Senu. Vísir/Valli Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. Sala á íslenskri tónlist hefur í fyrsta skipti aukist eftir töluverða dýfu á undan förnum árum. Hópur tónlistarfólks og áhugamanna um íslenska tónlist hefur tekið sig saman og stofnað nýtt útgáfufyrirtæki en í fararbroddi verkefnisins eru tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal úr hljómsveitinni Quarashi. Nýja fyrirtækið mun taka yfir allan tónlistarekstur Senu, þar með talið allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga. Hið nýja útgáfufyrirtæki hefur enn ekki fengið nafn en markmið þess eru alveg skýr. „Þetta er eiginlega tvíhliða. Annars vegar eru þetta menningarverðmæti, þessi „catalogur“ sem að núna rennur inn í þetta nýja fyrirtæki og við ætlum að hlúa að honum og síðan er það hitt að gefa út nýja tónlist og hlúa að þessari grósku sem er hér núna í dag. Það er framtíðin og það er það sem okkur finnst skemmtilegast,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er kannski mest spennandi við þetta að það er að fá að vinna með nýju tónlistarfólki bæði að gefa því tækifæri.“ Segir Ólafur Arnalds. „Það þarf að nálgast hvern og einn tónlistarmann á hans eigin forsendum eða hennar eigin forsendum, þannig er það. Það merkilegasta við það sem hefur gerst núna eru tveir tónlistarmenn sem standa að baku þessu nýja útgáfufyrirtæki og við vitum alveg hvernig það er að vera tónlistarmaður,“ segir Sölvi.Hvað kom til að Sena ákvað að draga sig út úr tónlistarútgáfu?„Það eru búina að vera mörg erfið ár í tónlistarútgáfu og við erum búin að ganga í gegnum mikla aðlögun í fyrirtækinu. Árið 2015 er tímamóta ár í sögu tónlistar aftur þetta er í fyrsta skipti sem það er aukning í tekjum af tónlist og það er í gegnum veiturnar. Spotify eru mjög sterkir á Íslandi og Tónlist.is.“ segir Jón Diðrik Jónsson, eigandi Senu. Stafræn útgáfa hefur aukist til muna á undanförnum árum og auðvelt hefur verið að hlaða efni niður ólöglega. Hvernig kemur hið nýja fyrirtæki til með að koma í veg fyrir það? „Ég held að okkar helsta aðferðarfræði þar er að vinna með fólkinu, ungu fólki í dag sem elst upp við það að neyta tónlistar á netinu. Í staðinn fyrir að vera alltaf að berjast á móti þeirri þróun þá ætlum við að færa okkur á þeirra „level“ og vinna með þeim í að gera löglegar tónlistarveitur. segir Ólafur Arnalds. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. Sala á íslenskri tónlist hefur í fyrsta skipti aukist eftir töluverða dýfu á undan förnum árum. Hópur tónlistarfólks og áhugamanna um íslenska tónlist hefur tekið sig saman og stofnað nýtt útgáfufyrirtæki en í fararbroddi verkefnisins eru tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal úr hljómsveitinni Quarashi. Nýja fyrirtækið mun taka yfir allan tónlistarekstur Senu, þar með talið allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga. Hið nýja útgáfufyrirtæki hefur enn ekki fengið nafn en markmið þess eru alveg skýr. „Þetta er eiginlega tvíhliða. Annars vegar eru þetta menningarverðmæti, þessi „catalogur“ sem að núna rennur inn í þetta nýja fyrirtæki og við ætlum að hlúa að honum og síðan er það hitt að gefa út nýja tónlist og hlúa að þessari grósku sem er hér núna í dag. Það er framtíðin og það er það sem okkur finnst skemmtilegast,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er kannski mest spennandi við þetta að það er að fá að vinna með nýju tónlistarfólki bæði að gefa því tækifæri.“ Segir Ólafur Arnalds. „Það þarf að nálgast hvern og einn tónlistarmann á hans eigin forsendum eða hennar eigin forsendum, þannig er það. Það merkilegasta við það sem hefur gerst núna eru tveir tónlistarmenn sem standa að baku þessu nýja útgáfufyrirtæki og við vitum alveg hvernig það er að vera tónlistarmaður,“ segir Sölvi.Hvað kom til að Sena ákvað að draga sig út úr tónlistarútgáfu?„Það eru búina að vera mörg erfið ár í tónlistarútgáfu og við erum búin að ganga í gegnum mikla aðlögun í fyrirtækinu. Árið 2015 er tímamóta ár í sögu tónlistar aftur þetta er í fyrsta skipti sem það er aukning í tekjum af tónlist og það er í gegnum veiturnar. Spotify eru mjög sterkir á Íslandi og Tónlist.is.“ segir Jón Diðrik Jónsson, eigandi Senu. Stafræn útgáfa hefur aukist til muna á undanförnum árum og auðvelt hefur verið að hlaða efni niður ólöglega. Hvernig kemur hið nýja fyrirtæki til með að koma í veg fyrir það? „Ég held að okkar helsta aðferðarfræði þar er að vinna með fólkinu, ungu fólki í dag sem elst upp við það að neyta tónlistar á netinu. Í staðinn fyrir að vera alltaf að berjast á móti þeirri þróun þá ætlum við að færa okkur á þeirra „level“ og vinna með þeim í að gera löglegar tónlistarveitur. segir Ólafur Arnalds.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun