Viðskipti innlent

Dominos pítsa kaupir pítsastaði Pizzunnar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Frá Ánanaustum.
Frá Ánanaustum. Vísir
Dominos tekur yfir rekstur Pizzunnar að hluta til í sumar en félagið Pizza-pizza ehf. sem rekur Dominos hefur keypt tvo staði rekstrarfélagsins G. Arnfjörð sem rekur Pizzuna. Staðirnir sem um ræðir eru að Ánanaustum og í Gnoðarvogi. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem hefur heimilað samrunann.

Eftir hann verða áfram reknir fimm staðir undir merkjum Pizzunnar að því er fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í raun er aðeins um að ræða yfirtöku á leigusamningi og búnaði hjá fyrrnefndum tveimur stöðum. Dominos pítsa tekur ekki til sín starfsmenn Pizzunnar eða annan hluta rekstrarins.

„Samrunaaðilar telja markaðshlutdeild sína á ofangreindum markaði ekki nema því marki að hún hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist,“ segir í ákvörðuninni.

„Þá telja samrunaaðilar að samruninn verði ekki til þess að raska samkeppni á markaði að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Rétt sé að líta til þess að mikil samkeppni ríki á umræddum markaði og litlar aðgangshindranir séu til staðar fyrir nýja aðila. Þá beri einnig að líta til þess að framboðsstaðganga sé mikil.“

Þá kemur fram að staðirnir muni halda áfram að starfa „með nær óbreyttum hætti.“ Samkeppnisleg áhrif samrunans eru óveruleg þar sem ekkert bendir til þess að með honum öðlist Dominos markaðsráðandi stöðu á heildarmarkaði fyrir veitinga- og skyndibitastaði á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má nálgast ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,12
77
249.451
SIMINN
2,53
8
157.965
ARION
1,16
36
324.622
BRIM
1,11
1
995
HAGA
0,88
8
126.654

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-0,88
7
107.501
SYN
-0,54
2
2.113
LEQ
-0,27
5
27.210
SKEL
0
1
3.960
ORIGO
0
1
1.901
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.