Söluverð sumarhúsa á hraðri uppleið á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Verðþróun á sumarhúsum er mjög fjölbreytt eftir landshlutum. Visir/Pjetur Meðalkaupverð sumarhúsa á landinu hefur farið hækkandi um allt að 74 prósent frá hrunsárunum, og náð svipuðu eða hærra verði og fyrir hrun. Meðalfermetraverð hefur hækkað um allt að helming. Guðmundur Th. Jónsson, fasteignasali hjá Fasteignamarkaðinum ehf., segir sölu sumarhúsa hafa verið að aukast jafnt og þétt allt frá árinu 2014 og að sala þeirra sé enn að aukast. Hann segir eftirsóttustu svæðin vera þau, sem eru í um klukkutíma til eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni, og að verð sumarhúsa á þeim svæðum hafi hækkað mest. Þá segir Guðmundur að eftirspurn eftir ódýrari bústöðum sé meiri nú en fyrir hrun. Í nýju talnaefni frá Þjóðskrá kemur fram að meðalkaupverð á sumarhúsum var hæst á Norðurlandi árið 2015 og nam 16,3 milljónum króna. Meðalfermetraverð var hæst á Suðurlandi og nam 260 þúsund krónum. Meðalkaupverð og meðalfermetraverð var aftur á móti lægst á Vestfjörðum, og nam 5,4 milljónum króna árið 2015. Vert er að nefna að úrtakið er mjög lítið á Vestfjörðum og getur því skekkt myndina.Meðalkaupverð hefur hækkað mest frá hruni á Vesturlandi, eða um 74 prósent á tímabilinu 2008 til 2015. Frá árinu 2013 hefur meðalverð á Vesturlandi verið hærra en árið 2007. Meðalfermetraverð hefur hækkað um 52 prósent frá árinu 2008. Á Suðurlandi hefur meðalkaupverð sumarhúsa enn ekki náð sömu hæðum og árin 2007 og 2008. Verðið hefur haldist stöðugt milli áranna 2009 og 2015. Meðalfermetraverð hefur hins vegar aldrei verið hærra á tímabilinu en árið 2015 og hefur hækkað um tuttugu prósent frá árinu 2009. Á Norðurlandi tók verð á sumarhúsum kipp milli áranna 2007 og 2008, það lækkaði svo aftur milli ára og hefur frá árinu 2009 hækkað um 34 prósent. Meðalfermetraverð sveiflaðist í svipaða átt og hefur hækkað um 26 prósent síðan 2009. Þetta er í takt við upplifun fasteignasala. „Það hefur verið verðhækkun á sumarbústöðum í takt við aukna eftirspurn, sérstaklega á eftirsóttum stöðum, til dæmis á Suðurlandi, í Grímsnesi, á Þingvöllum og í Skorradal. Það hefur orðið þó nokkur veltuaukning á markaði með sumarhús. Við finnum fyrir verulega aukinni veltu með ódýrari sumarhús. Ef til vill gera kaupendur aðrar kröfur til sumarhúsa nú en áður. Fyrir árið 2008 var mikil velta á markaði með dýrari sumarhús en það er vissulega eitthvað minni kaupendahópur að slíkum eignum í dag,“ segir Guðmundur. Svo virðist sem kaupendur sumarhúsa leggi ekki út í slík kaup án þess að eiga fyrir viðkomandi eignum, að mestu leyti að minnsta kosti, því lítið sé um lántökur samhliða kaupum af þessu tagi, segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Meðalkaupverð sumarhúsa á landinu hefur farið hækkandi um allt að 74 prósent frá hrunsárunum, og náð svipuðu eða hærra verði og fyrir hrun. Meðalfermetraverð hefur hækkað um allt að helming. Guðmundur Th. Jónsson, fasteignasali hjá Fasteignamarkaðinum ehf., segir sölu sumarhúsa hafa verið að aukast jafnt og þétt allt frá árinu 2014 og að sala þeirra sé enn að aukast. Hann segir eftirsóttustu svæðin vera þau, sem eru í um klukkutíma til eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni, og að verð sumarhúsa á þeim svæðum hafi hækkað mest. Þá segir Guðmundur að eftirspurn eftir ódýrari bústöðum sé meiri nú en fyrir hrun. Í nýju talnaefni frá Þjóðskrá kemur fram að meðalkaupverð á sumarhúsum var hæst á Norðurlandi árið 2015 og nam 16,3 milljónum króna. Meðalfermetraverð var hæst á Suðurlandi og nam 260 þúsund krónum. Meðalkaupverð og meðalfermetraverð var aftur á móti lægst á Vestfjörðum, og nam 5,4 milljónum króna árið 2015. Vert er að nefna að úrtakið er mjög lítið á Vestfjörðum og getur því skekkt myndina.Meðalkaupverð hefur hækkað mest frá hruni á Vesturlandi, eða um 74 prósent á tímabilinu 2008 til 2015. Frá árinu 2013 hefur meðalverð á Vesturlandi verið hærra en árið 2007. Meðalfermetraverð hefur hækkað um 52 prósent frá árinu 2008. Á Suðurlandi hefur meðalkaupverð sumarhúsa enn ekki náð sömu hæðum og árin 2007 og 2008. Verðið hefur haldist stöðugt milli áranna 2009 og 2015. Meðalfermetraverð hefur hins vegar aldrei verið hærra á tímabilinu en árið 2015 og hefur hækkað um tuttugu prósent frá árinu 2009. Á Norðurlandi tók verð á sumarhúsum kipp milli áranna 2007 og 2008, það lækkaði svo aftur milli ára og hefur frá árinu 2009 hækkað um 34 prósent. Meðalfermetraverð sveiflaðist í svipaða átt og hefur hækkað um 26 prósent síðan 2009. Þetta er í takt við upplifun fasteignasala. „Það hefur verið verðhækkun á sumarbústöðum í takt við aukna eftirspurn, sérstaklega á eftirsóttum stöðum, til dæmis á Suðurlandi, í Grímsnesi, á Þingvöllum og í Skorradal. Það hefur orðið þó nokkur veltuaukning á markaði með sumarhús. Við finnum fyrir verulega aukinni veltu með ódýrari sumarhús. Ef til vill gera kaupendur aðrar kröfur til sumarhúsa nú en áður. Fyrir árið 2008 var mikil velta á markaði með dýrari sumarhús en það er vissulega eitthvað minni kaupendahópur að slíkum eignum í dag,“ segir Guðmundur. Svo virðist sem kaupendur sumarhúsa leggi ekki út í slík kaup án þess að eiga fyrir viðkomandi eignum, að mestu leyti að minnsta kosti, því lítið sé um lántökur samhliða kaupum af þessu tagi, segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent