Kjarakjaftæði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2016 08:00 Kjararáð hefur hækkað laun nefndarformanna og forstöðumanna ríkisstofnana um tugi prósenta, afturvirkt allt til ársins 2014. Þannig hækka laun embættismannanna um allt að 48 prósent á einu bretti. Hækkanirnar koma ofan á tvær almennar hækkanir ráðsins um 7,15 prósent annars vegar og 9,3 prósent hins vegar á innan við ári. Launahækkanirnar sem greint var frá í gær bætast því við þessar almennu launahækkanir. Kjararáði bárust bréf frá forstöðumönnunum og í flestum var farið fram á launahækkanir á grundvelli aukins álags og fjölgunar verkefna. Forstjóri Útlendingastofnunar kvartar í sínu bréfi sérstaklega undan fjölmiðlaáreiti utan vinnutíma, á kvöldin og um helgar. Forseti ASÍ brást við einni af þessum hækkunum á dögunum og sagði að þeir tekjuhæstu í samfélaginu ættu ekki að fá einhverja sérstaka meðferð. BSRB brást við frétt blaðsins í gær með því að mótmæla hækkununum harðlega. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga.“ Það er engin furða að verkalýðsforkólfarnir láti í sér heyra við þessar fréttir af ákvörðunum kjararáðs. Nýliðinn vetur, sem nú virðist órafjarri í veðurblíðunni, einkenndist af harðvítugum kjaradeilum flestra stétta í landinu. Oft og tíðum var mjög harkalega gengið að hinum vinnandi stéttum sem urðu fyrir lagasetningum, langdregnum verkföllum og jafnvel frádrætti á launum í verkföllum. Fréttir af tugprósenta hækkunum, sem koma ofan á aðrar hækkanir, eru sláandi. Vissulega getur meira en vel verið að aukið álag sé í störfum ríkisforstjóra. Það vill bara svo til að það á við um svo margra aðra. Árin eftir hrun einkenndust víðast hvar af niðurskurði, samdrætti og manneklu. Og gerir víða enn. Fæstum stendur til boða að skrifa hjartfólgið bréf um álag og fjölmiðlaáreiti og fá launahækkun upp á hundruð þúsunda. Bjarni Benediktsson sagði í júní að breyta þyrfti starfsemi kjararáðs og vill fækka þeim sem heyra undir ráðið um nokkur hundruð þannig að eftir sitji þröngur hópur, til dæmis aðeins ráðherrar og þingmenn. Kjararáð, á samkvæmt lögum að taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði en virðist svo sannarlega ekki gera það, og virðist hafa einsett sér að sprengja upp samkomulag vinnumarkaðarins um að auka kaupmátt allra á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis með hóflegum launahækkunum. Það er ekkert að því að greiða góð laun fyrir erfið og ábyrgðarfull störf. Það er hins vegar óskiljanlegt að kjararáð og einstakir embættismenn telji sig ekki þurfa að lifa í sama hagkerfi og við hin og að launahækkanir þeirra muni ekki kalla á „leiðréttingu“ launa annarra. Það virðist full ástæða til að drífa í þessum fyrirhuguðu breytingum fjármálaráðherra. Ellegar færa verkalýðshreyfinguna eins og hún leggur sig undir kjararáð. Þá kannski fengju hinar vinnandi stéttir almennilega borgað fyrir álagsvinnu og áreiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun
Kjararáð hefur hækkað laun nefndarformanna og forstöðumanna ríkisstofnana um tugi prósenta, afturvirkt allt til ársins 2014. Þannig hækka laun embættismannanna um allt að 48 prósent á einu bretti. Hækkanirnar koma ofan á tvær almennar hækkanir ráðsins um 7,15 prósent annars vegar og 9,3 prósent hins vegar á innan við ári. Launahækkanirnar sem greint var frá í gær bætast því við þessar almennu launahækkanir. Kjararáði bárust bréf frá forstöðumönnunum og í flestum var farið fram á launahækkanir á grundvelli aukins álags og fjölgunar verkefna. Forstjóri Útlendingastofnunar kvartar í sínu bréfi sérstaklega undan fjölmiðlaáreiti utan vinnutíma, á kvöldin og um helgar. Forseti ASÍ brást við einni af þessum hækkunum á dögunum og sagði að þeir tekjuhæstu í samfélaginu ættu ekki að fá einhverja sérstaka meðferð. BSRB brást við frétt blaðsins í gær með því að mótmæla hækkununum harðlega. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér rammasamkomulag sem átti að koma í veg fyrir að einstakir hópar hækkuðu meira en aðrir, sem kallar alltaf á kröfu um leiðréttingar. Þessi hækkun ríkisforstjóra er langt umfram það samkomulag og því engin leið að hægt sé að sætta sig við hana. Þessi mikla hækkun hjá hópi sem hefur haft mjög góð laun eykur á ójöfnuð í samfélaginu og verður ekki án afleiðinga.“ Það er engin furða að verkalýðsforkólfarnir láti í sér heyra við þessar fréttir af ákvörðunum kjararáðs. Nýliðinn vetur, sem nú virðist órafjarri í veðurblíðunni, einkenndist af harðvítugum kjaradeilum flestra stétta í landinu. Oft og tíðum var mjög harkalega gengið að hinum vinnandi stéttum sem urðu fyrir lagasetningum, langdregnum verkföllum og jafnvel frádrætti á launum í verkföllum. Fréttir af tugprósenta hækkunum, sem koma ofan á aðrar hækkanir, eru sláandi. Vissulega getur meira en vel verið að aukið álag sé í störfum ríkisforstjóra. Það vill bara svo til að það á við um svo margra aðra. Árin eftir hrun einkenndust víðast hvar af niðurskurði, samdrætti og manneklu. Og gerir víða enn. Fæstum stendur til boða að skrifa hjartfólgið bréf um álag og fjölmiðlaáreiti og fá launahækkun upp á hundruð þúsunda. Bjarni Benediktsson sagði í júní að breyta þyrfti starfsemi kjararáðs og vill fækka þeim sem heyra undir ráðið um nokkur hundruð þannig að eftir sitji þröngur hópur, til dæmis aðeins ráðherrar og þingmenn. Kjararáð, á samkvæmt lögum að taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði en virðist svo sannarlega ekki gera það, og virðist hafa einsett sér að sprengja upp samkomulag vinnumarkaðarins um að auka kaupmátt allra á grundvelli lágrar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis með hóflegum launahækkunum. Það er ekkert að því að greiða góð laun fyrir erfið og ábyrgðarfull störf. Það er hins vegar óskiljanlegt að kjararáð og einstakir embættismenn telji sig ekki þurfa að lifa í sama hagkerfi og við hin og að launahækkanir þeirra muni ekki kalla á „leiðréttingu“ launa annarra. Það virðist full ástæða til að drífa í þessum fyrirhuguðu breytingum fjármálaráðherra. Ellegar færa verkalýðshreyfinguna eins og hún leggur sig undir kjararáð. Þá kannski fengju hinar vinnandi stéttir almennilega borgað fyrir álagsvinnu og áreiti.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun