EM hafði töluverð áhrif á verslun Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júlí 2016 09:24 Birkir Bjarnason og Theódór Elmar Bjarnason eftir sigurleikinn á móti Englandi. Vísir/Getty Verslun í júní var ekki ósnortin af Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og sjá má merki um neyslubreytingar í tengslum við keppnina í Smásöluvísitölu mánaðarins. Íslendingar gerðu vel við sig í mat og drykk í júní en dagvöruverslun var 8,3 prósent meiri en í júní í fyrra og fjöldi seldra lítra í vínbúðunum var 14 prósent meiri en fyrir ári síðan. Sala svokallaðra brúnna raftækja, þar með talið sjónvarpstækja var 30 prósent meiri en í júní 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Dagvöruverslun hefur verið afar lífleg það sem af er ári og hefur verslun með dagvöru undanfarna sex mánuði verið 7 prósent meiri en á fyrri helmingi ársins í fyrra. Eins og áður sagði var dagvöruverslun 8,3 prósent meiri í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi en 7 prósent meiri á föstu verðlagi. Verðlag dagvöru hefur hækkað um 1,2 prósent frá fyrra ári Áfengisverslun var mikil í júní og var velta áfengisverslunar 26,2 prósent meiri en í júní í fyrra og 14 prósent fleiri lítrar seldir samkvæmt tölfræði Vínbúðanna. Líkt og áður þarf að líta til þess að kerfisbreytingar voru gerðar á gjaldheimtu áfengis um áramótin þegar áfengisgjöld voru hækkuð en virðisaukaskattur lækkaður. Því hækkar velta án VSK, sem Smásöluvísitalan byggir á, meira en velta með VSK. Mest veltuaukning í júní var í flokki húsganga, 38,6 prósent meira en í júní í fyrra á breytilegu verðlagi. Verðlag húsgagna var 1,5 prósent lægra en á sama tíma í fyrra og jókst velta því um 40,7 prósent á föstu verðlagi á sama tíma. Margir gripu tækifærið og uppfærðu sjónvarpstæki sín en eins og kom fram í inngangi var um 30 prósent veltuaukning í flokki brúnna/minni raftækja frá sama mánuði í fyrra en flokkurinn inniheldur meðal annars sjónvörp. Minni vöxtur var í veltu annarra raftækja og jókst velta með hvít/stærri raftæki um 3,4 prósent frá fyrra ári og 1,8 prósent meiri verslun var með farsíma samanborið við júní í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta í tölvuverslun var 20,6 prósent minni en í júní 2015 en þess ber að geta að í júní í fyrra var verslun með með tölvur óvenju mikil. Verðlag raftækja er nokkuð lægra en í júní 2015 samkvæmt verðlagsmælingum Hagstofunnar en þess ber að geta að gæðabreytingar raftækja hafa þar nokkuð að segja. Byggingavöruverslun í júní jókst um 13,1 prósent frá fyrra ári á breytilegu verðlagi. Er um nokkuð minni aukningu að ræða en undanfarna mánuði en síðustu þrjá mánuði á undan var vöxturinn 27,5 prósent borið saman við sömu mánuði árið 2015. Líklegt má telja að EM í knattspyrnu hafi haft letjandi áhrif á byggingaframkvæmdir landsmanna en skal þó ósagt hve mikil áhrif mótið hafði á vísitölu mánaðarins. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Verslun í júní var ekki ósnortin af Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu og sjá má merki um neyslubreytingar í tengslum við keppnina í Smásöluvísitölu mánaðarins. Íslendingar gerðu vel við sig í mat og drykk í júní en dagvöruverslun var 8,3 prósent meiri en í júní í fyrra og fjöldi seldra lítra í vínbúðunum var 14 prósent meiri en fyrir ári síðan. Sala svokallaðra brúnna raftækja, þar með talið sjónvarpstækja var 30 prósent meiri en í júní 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Dagvöruverslun hefur verið afar lífleg það sem af er ári og hefur verslun með dagvöru undanfarna sex mánuði verið 7 prósent meiri en á fyrri helmingi ársins í fyrra. Eins og áður sagði var dagvöruverslun 8,3 prósent meiri í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi en 7 prósent meiri á föstu verðlagi. Verðlag dagvöru hefur hækkað um 1,2 prósent frá fyrra ári Áfengisverslun var mikil í júní og var velta áfengisverslunar 26,2 prósent meiri en í júní í fyrra og 14 prósent fleiri lítrar seldir samkvæmt tölfræði Vínbúðanna. Líkt og áður þarf að líta til þess að kerfisbreytingar voru gerðar á gjaldheimtu áfengis um áramótin þegar áfengisgjöld voru hækkuð en virðisaukaskattur lækkaður. Því hækkar velta án VSK, sem Smásöluvísitalan byggir á, meira en velta með VSK. Mest veltuaukning í júní var í flokki húsganga, 38,6 prósent meira en í júní í fyrra á breytilegu verðlagi. Verðlag húsgagna var 1,5 prósent lægra en á sama tíma í fyrra og jókst velta því um 40,7 prósent á föstu verðlagi á sama tíma. Margir gripu tækifærið og uppfærðu sjónvarpstæki sín en eins og kom fram í inngangi var um 30 prósent veltuaukning í flokki brúnna/minni raftækja frá sama mánuði í fyrra en flokkurinn inniheldur meðal annars sjónvörp. Minni vöxtur var í veltu annarra raftækja og jókst velta með hvít/stærri raftæki um 3,4 prósent frá fyrra ári og 1,8 prósent meiri verslun var með farsíma samanborið við júní í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta í tölvuverslun var 20,6 prósent minni en í júní 2015 en þess ber að geta að í júní í fyrra var verslun með með tölvur óvenju mikil. Verðlag raftækja er nokkuð lægra en í júní 2015 samkvæmt verðlagsmælingum Hagstofunnar en þess ber að geta að gæðabreytingar raftækja hafa þar nokkuð að segja. Byggingavöruverslun í júní jókst um 13,1 prósent frá fyrra ári á breytilegu verðlagi. Er um nokkuð minni aukningu að ræða en undanfarna mánuði en síðustu þrjá mánuði á undan var vöxturinn 27,5 prósent borið saman við sömu mánuði árið 2015. Líklegt má telja að EM í knattspyrnu hafi haft letjandi áhrif á byggingaframkvæmdir landsmanna en skal þó ósagt hve mikil áhrif mótið hafði á vísitölu mánaðarins.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira