Smáforrit auðveldar samskipti við leikskóla Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Kidsy á að einfalda vinnu leikskólakennarans. Vísir/Vilhelm „Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
„Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent