Smáforrit auðveldar samskipti við leikskóla Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Kidsy á að einfalda vinnu leikskólakennarans. Vísir/Vilhelm „Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira