Sport

Djokovic úr leik á Wimbledon eftir óvænt tap

Anton Ingi Leifsson skrifar
Djokovic í eldlínunni.
Djokovic í eldlínunni. vísir/getty
Novak Djokovic er úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis eftir afar óvænt tap gegn Sam Querrey í þriðju umferð mótsins.

Þetta tap kemur gífurlega á óvart enda Djokovic einn sigursælasti tenniskappi heims og að mörgum talinn sá besti í dag, enda í toppsæti heimslistans.

Querrey er í 28. sæti heimslistans vann Djokovic í dag, 7-6 (8-6) 6-1 3-6 7-6 (7-5), en leik þeirra var frestað á föstudaginn vegna rigningar.

Þetta var fyrsta tap Serbans í alvöru móti síðan 2015 þegar hann tapaði í úrslitaleik á opna franska meistaramótinu og missir hann því af tækifærinu til þess að vinna þriðja Wimbledon-titilinn í röð.

Þessi 29 ára gamli hafði nú þegar unnið opna ástralska og opna franska á þessu ári, en hann dreymdi um að vera einungis annar til að vinna fimm stóra titla.

Aðspurður um hvort hann hafi verið 100% heill heilsu í leiknum svaraði hann: „Ekki alveg, en þetta er ekki staður né stund til að tala um það. Mótherji minn var að spila mjög vel og hann átti skilið að vinna,” sagði Serbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×