Útlendingar greiða skatt af 75% tekna Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2016 11:00 CCP hefur notið aðstoðar fjölmargra erlendra sérfræðinga við að þróa leiki sína allan þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað. Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira