Útlendingar greiða skatt af 75% tekna Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2016 11:00 CCP hefur notið aðstoðar fjölmargra erlendra sérfræðinga við að þróa leiki sína allan þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað. Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira