Formaður KSÍ: Ísland hætti að vera ódýr fótboltamarkaður Ingvar Haraldsson skrifar 6. júlí 2016 11:00 Geir Þorsteinsson gefur Noël Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, þumal á leik þjóðanna á sunnudag. Forsetar landanna, François Hollande og Ólafur Ragnar Grímsson, fylgjast með af áhuga. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur þá þýðingu fyrir íslenskan fótbolta að fleiri munu fylgjast með honum og hafa augu á íslenskum leikmönnum og það má leiða að því líkur að þeir leikmenn sem koma frá Íslandi og eru eftirsóttir fari fyrir hærri upphæðir. Það verður vonandi til þess að við verðum ekki eins og kannski hefur verið, land sem er frekar ódýr fótboltamarkaður,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem liðið komst í átta liða úrslit. „Þetta endurspeglar að það sé vel staðið að knattspyrnumálum á Íslandi, og þannig að það gefi fyrirheit um að þú sért að kaupa góðan leikmann. Það sést best á þessu liði sem við erum með í dag því leikmennirnir sem mynda kjarnann í liðinu, þeir fóru mjög ungir og náðu að festa rætur hjá erlendum liðum. Svo höfum við hina hliðina á peningnum þar sem margir fara út ungir án þess að hafa tekist þetta.“Ragnar Sigurðursson er sennilega sá leikmaður sem vakið hefur mesta athygli fyrir frammistöðu sína á EM.vísir/epaÞví sé það það eitt að fara ungur út engin ávísun á árangur og oft geti verið betra fyrir leikmenn að spila lengur í efstu deild á Íslandi. „Það er alltaf þessi sama togstreita. Við viljum ekki að leikmennirnir fari of snemma út, en þeir sjálfir, og foreldrarnir, vilja fara út eins fljótt og hægt er. Það er mjög mikilvægt að taka ákvörðun á þessum tímapunkti um hvert þú ferð.“ Geir vonast til þess að árangur karlalandsliðsins verði til þess að félagslið hér á landi geti fengið meira fyrir íslenska leikmenn þegar erlend félagslið bera víurnar í þá. „Að þetta hækki verðgildið á íslenskum hæfileikamönnum og verði til þess að menn verði tilbúnir að berjast um þá og bjóði betur.“EM reynst búbót fyrir leikmennGeir segist hafa trú á því að frammistaða landsliðsmannanna á Evrópumótinu skili þeim í enn sterkari félagslið en þeir eru í nú. Hann hafi heyrt frá umboðsmönnum leikmanna og séð í fjölmiðlum að mikill áhugi sé á mörgum í landsliðinu. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um aukinn áhuga stærri liða á landsliðsmönnunum. „En maður bíður eftir að það verði áþreifanlegt.“KSÍ fékk 1,9 milljarða fyrir árangurinn á EM.Grafík/BirgittaLandsliðsmennirnir fá skerf af tekjum KSÍ af EM en evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, greiddi KSÍ 1,9 milljarða fyrir þátttöku og árangur liðsins á mótinu. Geir segir samkomulagið við leikmennina trúnaðarmál en vera byggt á norrænni fyrirmynd. „Eftir að hafa rætt mjög ítarlega við forystumennina í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, í Danmörku og Svíþjóð sérstaklega því þeir hafa verið fastagestir í þessum keppnum, komumst við að samkomulagi við leikmennina um viðlíka módel og hlutföll og þeir hafa boðið sínum leikmönnum. Þessir leikmenn tala allir saman, þeir spila í sínum félagsliðum með leikmönnum frá þessum landsliðum, þetta gengur bara þannig.“Félögin njóti ágóðans af mótinu„Þetta styrkir fjárhagsstöðu KSÍ en samt sem áður hefur okkar markmið fyrst og fremst verið, allavega hef ég persónulega lagt það upp, að okkar aðildarfélög njóti þessarar velgengni með fjárhagslegum stuðningi frá KSÍ enn frekar.“ Geir bendir á að KSÍ hafi ákveðið fyrir mótið að aðildarfélög KSÍ fengju 300 milljónir króna af þeim 1,1 milljarði sem KSÍ fékk fyrir að tryggja sér þátttöku á mótinu. Ekki sé búið að ákveða hvernig fénu verði skipt milli félaganna en Geir vonast til að það skýrist síðar í þessum mánuði. Auk þess sé kostnaðurinn við þátttökuna á mótinu mikill en landsliðið bjó tæpan mánuð í Frakklandi.Hótel og búðir við Laugardalsvöll Geir sér fyrir sér mikla uppbyggingu í kringum Laugardalsvöllinn á næstu árum takist að fá fjármagn í verkefnið þar sem hótel, veitingastaðir eða verslanir verði byggðar við stærri leikvang. „Að slík mannvirki verði þannig úr garði gerð að þar verði hægt að bjóða upp á einhverja þjónustu þannig að mannvirkin skili tekjum allt árið um kring en það sé ekki bundið við einhverja fimm til tíu landsleiki ári,“ segir hann. Niðurstöðu sé að vænta úr hagkvæmnisathugun Lagardére sports og Borgarbrags í kringum mánaðamótin ágúst-september um hvaða leiðir standi til boða við uppbyggingu Laugardalsvallar. Geir segir ljóst að þó féð sem KSÍ fái frá UEFA fyrir þátttöku í EM nýtist vel sé upphæðin ekki af þeirri stærðargráðu að hægt sé að byggja fyrir það nýjan leikvang. Þá megi gera ráð fyrir að framkvæmdin verði einkaframkvæmd ef af verður. Geir Þorsteinsson vill að Laugardalsvöllur verði yfirbyggður í framtíðinni.Vísir/Getty„Lokadraumurinn er að Laugardalsvöllurinn verði yfirbyggður þannig að tónleikahald og stórir viðburðir íslensku þjóðarinnar geti verið undir lokuðu þaki. Því að Harpan með öll sín gæði og 1.500 manna sal tekur ekki viðburði þar sem við vildum kannski hafa tuttugu, þrjátíu þúsund manns saman komna á stórum íslenskum viðburðum.“ Ljóst sé að til að svo verði þurfi einhver að vera tilbúinn að leggja fram fé. „Það er mjög dýrt, ég geri mér grein fyrir því. En þjóðinni er að fjölga og ég held að það hljóti að koma að því að við eignumst einn slíkan stað fyrir þjóðina til að hittast og koma saman á. Það hljóti einhverjir stórhuga menn í íslensku samfélagi, stjórnmálamenn og leiðtogar, að sjá það fyrir sér.“ „Ég held að það blási hagstæðir vindar,“ segir Geir, um möguleikann á að nýr Laugardalsvöllur verði að veruleika. Reykjavíkurborg hafi lýst yfir vilja til viðræðna og ljóst sé að ríkið þurfi einnig að koma að verkefninu. „En ég held að þessi árangur okkur núna hljóti að hjálpa til.“ Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
„Þetta hefur þá þýðingu fyrir íslenskan fótbolta að fleiri munu fylgjast með honum og hafa augu á íslenskum leikmönnum og það má leiða að því líkur að þeir leikmenn sem koma frá Íslandi og eru eftirsóttir fari fyrir hærri upphæðir. Það verður vonandi til þess að við verðum ekki eins og kannski hefur verið, land sem er frekar ódýr fótboltamarkaður,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem liðið komst í átta liða úrslit. „Þetta endurspeglar að það sé vel staðið að knattspyrnumálum á Íslandi, og þannig að það gefi fyrirheit um að þú sért að kaupa góðan leikmann. Það sést best á þessu liði sem við erum með í dag því leikmennirnir sem mynda kjarnann í liðinu, þeir fóru mjög ungir og náðu að festa rætur hjá erlendum liðum. Svo höfum við hina hliðina á peningnum þar sem margir fara út ungir án þess að hafa tekist þetta.“Ragnar Sigurðursson er sennilega sá leikmaður sem vakið hefur mesta athygli fyrir frammistöðu sína á EM.vísir/epaÞví sé það það eitt að fara ungur út engin ávísun á árangur og oft geti verið betra fyrir leikmenn að spila lengur í efstu deild á Íslandi. „Það er alltaf þessi sama togstreita. Við viljum ekki að leikmennirnir fari of snemma út, en þeir sjálfir, og foreldrarnir, vilja fara út eins fljótt og hægt er. Það er mjög mikilvægt að taka ákvörðun á þessum tímapunkti um hvert þú ferð.“ Geir vonast til þess að árangur karlalandsliðsins verði til þess að félagslið hér á landi geti fengið meira fyrir íslenska leikmenn þegar erlend félagslið bera víurnar í þá. „Að þetta hækki verðgildið á íslenskum hæfileikamönnum og verði til þess að menn verði tilbúnir að berjast um þá og bjóði betur.“EM reynst búbót fyrir leikmennGeir segist hafa trú á því að frammistaða landsliðsmannanna á Evrópumótinu skili þeim í enn sterkari félagslið en þeir eru í nú. Hann hafi heyrt frá umboðsmönnum leikmanna og séð í fjölmiðlum að mikill áhugi sé á mörgum í landsliðinu. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um aukinn áhuga stærri liða á landsliðsmönnunum. „En maður bíður eftir að það verði áþreifanlegt.“KSÍ fékk 1,9 milljarða fyrir árangurinn á EM.Grafík/BirgittaLandsliðsmennirnir fá skerf af tekjum KSÍ af EM en evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, greiddi KSÍ 1,9 milljarða fyrir þátttöku og árangur liðsins á mótinu. Geir segir samkomulagið við leikmennina trúnaðarmál en vera byggt á norrænni fyrirmynd. „Eftir að hafa rætt mjög ítarlega við forystumennina í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, í Danmörku og Svíþjóð sérstaklega því þeir hafa verið fastagestir í þessum keppnum, komumst við að samkomulagi við leikmennina um viðlíka módel og hlutföll og þeir hafa boðið sínum leikmönnum. Þessir leikmenn tala allir saman, þeir spila í sínum félagsliðum með leikmönnum frá þessum landsliðum, þetta gengur bara þannig.“Félögin njóti ágóðans af mótinu„Þetta styrkir fjárhagsstöðu KSÍ en samt sem áður hefur okkar markmið fyrst og fremst verið, allavega hef ég persónulega lagt það upp, að okkar aðildarfélög njóti þessarar velgengni með fjárhagslegum stuðningi frá KSÍ enn frekar.“ Geir bendir á að KSÍ hafi ákveðið fyrir mótið að aðildarfélög KSÍ fengju 300 milljónir króna af þeim 1,1 milljarði sem KSÍ fékk fyrir að tryggja sér þátttöku á mótinu. Ekki sé búið að ákveða hvernig fénu verði skipt milli félaganna en Geir vonast til að það skýrist síðar í þessum mánuði. Auk þess sé kostnaðurinn við þátttökuna á mótinu mikill en landsliðið bjó tæpan mánuð í Frakklandi.Hótel og búðir við Laugardalsvöll Geir sér fyrir sér mikla uppbyggingu í kringum Laugardalsvöllinn á næstu árum takist að fá fjármagn í verkefnið þar sem hótel, veitingastaðir eða verslanir verði byggðar við stærri leikvang. „Að slík mannvirki verði þannig úr garði gerð að þar verði hægt að bjóða upp á einhverja þjónustu þannig að mannvirkin skili tekjum allt árið um kring en það sé ekki bundið við einhverja fimm til tíu landsleiki ári,“ segir hann. Niðurstöðu sé að vænta úr hagkvæmnisathugun Lagardére sports og Borgarbrags í kringum mánaðamótin ágúst-september um hvaða leiðir standi til boða við uppbyggingu Laugardalsvallar. Geir segir ljóst að þó féð sem KSÍ fái frá UEFA fyrir þátttöku í EM nýtist vel sé upphæðin ekki af þeirri stærðargráðu að hægt sé að byggja fyrir það nýjan leikvang. Þá megi gera ráð fyrir að framkvæmdin verði einkaframkvæmd ef af verður. Geir Þorsteinsson vill að Laugardalsvöllur verði yfirbyggður í framtíðinni.Vísir/Getty„Lokadraumurinn er að Laugardalsvöllurinn verði yfirbyggður þannig að tónleikahald og stórir viðburðir íslensku þjóðarinnar geti verið undir lokuðu þaki. Því að Harpan með öll sín gæði og 1.500 manna sal tekur ekki viðburði þar sem við vildum kannski hafa tuttugu, þrjátíu þúsund manns saman komna á stórum íslenskum viðburðum.“ Ljóst sé að til að svo verði þurfi einhver að vera tilbúinn að leggja fram fé. „Það er mjög dýrt, ég geri mér grein fyrir því. En þjóðinni er að fjölga og ég held að það hljóti að koma að því að við eignumst einn slíkan stað fyrir þjóðina til að hittast og koma saman á. Það hljóti einhverjir stórhuga menn í íslensku samfélagi, stjórnmálamenn og leiðtogar, að sjá það fyrir sér.“ „Ég held að það blási hagstæðir vindar,“ segir Geir, um möguleikann á að nýr Laugardalsvöllur verði að veruleika. Reykjavíkurborg hafi lýst yfir vilja til viðræðna og ljóst sé að ríkið þurfi einnig að koma að verkefninu. „En ég held að þessi árangur okkur núna hljóti að hjálpa til.“
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent