Viðskipti innlent

Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/anton brink.
Keflavíkurflugvöllur var á dögunum valinn besti flugvöllur Evrópu í flokki flugvalla með færri farþega en 5 milljónir.

Verðlaunin eru veitt af alþjóðasamtökum flugvalla í Evrópu (ACI Europe). Verðlaunin eru veitt þeim flugvöllum sem þykja skara framúr í rekstri flugvalla en í samtökunum eru yfir 500 flugvellir í 45 löndum Evrópu.

Meðal þeirra flugvalla sem hlutu verðlaunin í sínum stærðarflokki eru Glasgow flugvöllur, flugvöllurinn i Brussel og Heathrow flugvöllur í London.

Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur í flugvallarrekstri og er litið til þátta eins og þjónustu við farþega, uppbyggingu á mannvirkjum, umgjörð verslunar- og veitingasvæða, öryggisleit, samfélags- og umhverfismál, rekstur flugbrauta, flugumferðarstjórn og fjölda áfangastaða sem í boði eru.

Dómnefndin tilgreindi sérstaklega að vel væri staðið að rekstri flugvallarins á sama tíma og gríðarleg farþegaaukning hefur orðið um flugvöllinn. Í dómnefndinni voru aðilar frá Eurocontrol, Ferðamálaráði Evrópu (Europeam Travel Commission), European Civil Aviation Conference (ECACA) auk fulltrúa frá flugvöllum víðsvegar um Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×