Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Leifur Björnsson og Tristan E. Gribbin eru hluti af teymi FLOW. Vísir/Eyþór Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent