Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2016 11:00 París er vinsælasti áfangastðaur Airbnb-notenda. Fréttablaðið/AFP Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum. Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira
Tíu af stærstu viðskiptaborgum heims stefna að því að skrifa í sameiningu reglubók fyrir deilihagkerfið til þess að setja fyrirtækjum eins og Airbnb og Uber skýrari reglur. Þannig geti borgirnar nýtt sér stærð sína til að koma á fót skýrari grundvallarreglum. Fyrirtæki sem tengjast deilihagkerfinu hafa deilt við eftirlitsstofnanir, en oftast ríkja mismunandi reglur í hverri borg fyrir sig. Með nýrri reglubók sem myndi meðal annars ná til New York, Parísar, Seúl, Aþenu, Barcelona og Toronto myndi þetta breytast. Enn hafa engar reglur verið settar en fjöldi borgarfulltrúa hittist í fyrsta sinn í Amsterdam í síðasta mánuði til að ræða hugmyndina. Borgarfulltrúar Parísar vilja gefa út fyrstu reglubókina fyrir lok september. „Það að leikið sé eftir mismunandi reglum á 20-30 stærstu mörkuðum heims gerir engum gott,“ er haft eftir Wiley Norvell, talsmanni New York borgar, í frétt Bloomberg um málið. „Við viljum að neytendur og ferðamenn standi frammi fyrir samræmdum reglum milli borga. Við viljum nýta stærð markaðanna sem er gífurleg, svo að raddir borganna muni hafa áhrif,“ segir Norvell. Reglugerðir hafa verið stærsti þröskuldurinn fyrir aukinni þjónustu fyrirtækja eins og Airbnb og Uber. Bæði fyrirtækin hafa talað fyrir því að þau hafi jákvæð áhrif á borgir og séu atvinnuskapandi og hafa rætt við borgaryfirvöld um það að vera réttum megin við lögin. Airbnb hefur átt ágætt samstarf við París, stærsta markað fyrirtækisins, með því að innheimta ferðamannaskatt fyrir hönd borgarinnar á notendur sína. Airbnb mun halda áfram að innheimta slíkan skatt í átján borgum til viðbótar í Frakklandi frá og með ágúst. Ian Brossat, borgarfulltrúi í París, segir í samtali við Bloomberg að þetta sé jákvæð þróun. Hins vegar geti forsvarsmenn Airbnb ekki „keypt“ borgaryfirvöld með einum né neinum hætti. Þau muni halda áfram vinnu til að sporna gegn því að heilu hverfin fari í útleigu til ferðamanna. Frönsk yfirvöld vilja auk ferðamannaskattsins leggja skatt á tekjur af útleigu íbúða í gegnum Airbnb. Brossat segir nauðsynlegt að vera með reglugerð í deilihagkerfinu þar sem komið sé að lokahnykknum í baráttunni við deilihagkerfið. Almenningur sé farinn að skilja að þörf sé á úrræðum.
Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Sjá meira