Brexit I og II Stjórnarmaðurinn skrifar 29. júní 2016 11:00 Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira