Landkynningin milljarða virði sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2016 18:39 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Íslandsstofu Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Íslandsstofu, segir landkynningu þjóðarinnar vegna Evrópumótsins í knattspyrnu milljarða virði. Erfitt sé að verðmeta slíka umfjöllun, en segir hana ómetanlega. „Við værum örugglega að borga milljarða. Bara sem dæmi þá vorum við með markaðsherferð núna í vor sem fékk yfir 400 blaðagreinar og virði þeirra greina var 1,6 milljarður,“ sagði Inga Hlín í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ég er ekki með tölur yfir hversu margar greinar eru komnar núna en við munum væntanlega á næstunni geta tekið eitthvað af því saman. Við munum auðvitað aldrei ná utan um það allt saman en þetta er ómetanlegt í þeim skilningi,“ bætir Inga við. Þá segir hún að búist sé við enn frekari fjölgun ferðamanna, en líkt og greint hefur verið frá hefur Ísland ekki fengið eins mikla athygli á leitarvélum frá árinu 2008 þegar gosið í Eyjafjallajökli hamlaði flugsamgöngum. Inga segir Ísland vel í stakk búið til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum. „Ferðamönnum er enn að fjölga en þeim er mest að fjölga utan háanna til Íslands. Það sem búið er að gerast undanfarið er að það er uppbygging á Íslandi, á hótelum og afþreyingu þannig að við erum svo sannarlega ekki að sjá að það sé uppselt.“ Inga Hlín segir jafnframt að upplifun okkar af ferðamennsku og ferðamönnum hér á landi sé allt önnur en upplifun ferðamannsins. „Það var blaðamaður hjá mér um daginn sem kom sérstaklega til Íslands til að leita að öllum ferðamönnunum. Hann kom til mín og spurði: „Hvar finn ég ferðamennina, ég er ekki búinn að hitta neinn síðan ég keyrði hér um landið. Þannig að upplifun okkar og upplifun ferðamannsins er alls ekki sú sama,“ segir Inga og bætir við að 95 prósent þeirra sem koma hingað til lands fari frá ánægðir frá landi og að 85 prósent segist ætla að koma aftur til baka. „Við þurfum kannski að skoða okkar þolmörk en á sama tíma er ferðamaðurinn afskaplega ánægður.“ Viðtalið við Ingu Hlín má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Íslandsstofu, segir landkynningu þjóðarinnar vegna Evrópumótsins í knattspyrnu milljarða virði. Erfitt sé að verðmeta slíka umfjöllun, en segir hana ómetanlega. „Við værum örugglega að borga milljarða. Bara sem dæmi þá vorum við með markaðsherferð núna í vor sem fékk yfir 400 blaðagreinar og virði þeirra greina var 1,6 milljarður,“ sagði Inga Hlín í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ég er ekki með tölur yfir hversu margar greinar eru komnar núna en við munum væntanlega á næstunni geta tekið eitthvað af því saman. Við munum auðvitað aldrei ná utan um það allt saman en þetta er ómetanlegt í þeim skilningi,“ bætir Inga við. Þá segir hún að búist sé við enn frekari fjölgun ferðamanna, en líkt og greint hefur verið frá hefur Ísland ekki fengið eins mikla athygli á leitarvélum frá árinu 2008 þegar gosið í Eyjafjallajökli hamlaði flugsamgöngum. Inga segir Ísland vel í stakk búið til þess að taka á móti fleiri ferðamönnum. „Ferðamönnum er enn að fjölga en þeim er mest að fjölga utan háanna til Íslands. Það sem búið er að gerast undanfarið er að það er uppbygging á Íslandi, á hótelum og afþreyingu þannig að við erum svo sannarlega ekki að sjá að það sé uppselt.“ Inga Hlín segir jafnframt að upplifun okkar af ferðamennsku og ferðamönnum hér á landi sé allt önnur en upplifun ferðamannsins. „Það var blaðamaður hjá mér um daginn sem kom sérstaklega til Íslands til að leita að öllum ferðamönnunum. Hann kom til mín og spurði: „Hvar finn ég ferðamennina, ég er ekki búinn að hitta neinn síðan ég keyrði hér um landið. Þannig að upplifun okkar og upplifun ferðamannsins er alls ekki sú sama,“ segir Inga og bætir við að 95 prósent þeirra sem koma hingað til lands fari frá ánægðir frá landi og að 85 prósent segist ætla að koma aftur til baka. „Við þurfum kannski að skoða okkar þolmörk en á sama tíma er ferðamaðurinn afskaplega ánægður.“ Viðtalið við Ingu Hlín má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira