Leikur hinna glötuðu tækifæra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2016 07:00 Björgvin Páll varði 20 skot í íslenska markinu gegn Portúgal. vísir/stefán Ísland vann þriggja marka sigur, 26-23, á Portúgal í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2017 í Laugardalshöll í gær. Forystan er naum og það verður ekkert svigrúm fyrir mistök í Porto á fimmtudaginn þegar seinni leikurinn fer fram. Íslenska liðið spilaði afbragðs góða vörn og fyrir aftan hana átti Björgvin Páll Gústavsson stórleik. Markvörðurinn öflugi varði 20 skot í leiknum, eða tæpan helming af þeim skotum sem hann fékk á sig. Hann var mátulega sáttur þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum eftir leikinn í gær. „Við vorum ekki mikið að spá í muninn fyrir leikinn. Aðalatriðið var að vinna hann og það tókst. Við erum ánægðir að geta kvatt þessa frábæru stuðningsmenn með sigri og ætlum að taka þessa stemningu með okkur í seinni leikinn,“ sagði Björgvin. Þrátt fyrir sterka vörn og frábæra markvörslu skoraði Ísland aðeins þrjú mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum í gær. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með vegna meiðsla og íslenska liðið saknaði hans í hraðaupphlaupunum og á vítalínunni en Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, varði fjögur af fimm vítaköstum Íslendinga í leiknum. „Þetta datt ekkert frábærlega fyrir okkur,“ sagði Björgvin um skortinn á hraðaupphlaupum. „Portúgalarnir eru rosalega fljótir, með snögga hornamenn og þeir eru aðeins ferskari en við. En við viljum ná þessum auðveldu mörkum og ef við hefðum fengið 3-4 svoleiðis mörk til viðbótar hefði þetta litið öðruvísi út. Við tökum þetta samt og förum allavega með þrjú mörk í farteskinu til Portúgals.“ Geir Sveinsson, sem stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í mótsleik, kom nokkuð á óvart með uppstillingu sinni í upphafi leiks. Bjarki Már Elísson byrjaði í vinstra horninu í stað Guðjóns Vals, Kári Kristjánsson á línunni og Ólafur Guðmundsson í stöðu vinstri skyttu, auk þess sem hann lék í miðju íslensku varnarinnar. Bjarki og Kári komust vel frá sínu og Ólafur var sterkur í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en margir íslensku leikmannanna. Boltinn gekk hægt í sóknarleiknum og það var alltof mikið um hnoð. Íslenska liðið fékk ótal tækifæri til að hrista það portúgalska af sér en gestirnir reyndust erfiðir. Portúgalar eru stórir, líkamlega sterkir og algjörlega ólseigir. „Þetta er hrynjandinn hjá þessu portúgalska liði. Þeir eru rosalega kaflaskiptir en það eru gæði í nokkrum leikmönnum þarna sem stíga alltaf upp þegar á móti blæs,“ sagði Björgvin en íslenska liðið fór illa að ráði sínu undir lok leiksins. Í stöðunni 25-21, þegar tvær mínútur voru eftir, komst Rúnar Kárason í gott færi en hitti ekki markið. Portúgalar þökkuðu pent fyrir sig og skoruðu tvö síðustu þremur mörkum leiksins. „Það hefði kannski verið sanngjarnt að klára þetta með 5-6 marka mun en þetta er niðurstaðan,“ sagði Björgvin að endingu. Handbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 26-23, á Portúgal í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2017 í Laugardalshöll í gær. Forystan er naum og það verður ekkert svigrúm fyrir mistök í Porto á fimmtudaginn þegar seinni leikurinn fer fram. Íslenska liðið spilaði afbragðs góða vörn og fyrir aftan hana átti Björgvin Páll Gústavsson stórleik. Markvörðurinn öflugi varði 20 skot í leiknum, eða tæpan helming af þeim skotum sem hann fékk á sig. Hann var mátulega sáttur þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum eftir leikinn í gær. „Við vorum ekki mikið að spá í muninn fyrir leikinn. Aðalatriðið var að vinna hann og það tókst. Við erum ánægðir að geta kvatt þessa frábæru stuðningsmenn með sigri og ætlum að taka þessa stemningu með okkur í seinni leikinn,“ sagði Björgvin. Þrátt fyrir sterka vörn og frábæra markvörslu skoraði Ísland aðeins þrjú mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum í gær. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með vegna meiðsla og íslenska liðið saknaði hans í hraðaupphlaupunum og á vítalínunni en Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, varði fjögur af fimm vítaköstum Íslendinga í leiknum. „Þetta datt ekkert frábærlega fyrir okkur,“ sagði Björgvin um skortinn á hraðaupphlaupum. „Portúgalarnir eru rosalega fljótir, með snögga hornamenn og þeir eru aðeins ferskari en við. En við viljum ná þessum auðveldu mörkum og ef við hefðum fengið 3-4 svoleiðis mörk til viðbótar hefði þetta litið öðruvísi út. Við tökum þetta samt og förum allavega með þrjú mörk í farteskinu til Portúgals.“ Geir Sveinsson, sem stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn í mótsleik, kom nokkuð á óvart með uppstillingu sinni í upphafi leiks. Bjarki Már Elísson byrjaði í vinstra horninu í stað Guðjóns Vals, Kári Kristjánsson á línunni og Ólafur Guðmundsson í stöðu vinstri skyttu, auk þess sem hann lék í miðju íslensku varnarinnar. Bjarki og Kári komust vel frá sínu og Ólafur var sterkur í vörninni en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en margir íslensku leikmannanna. Boltinn gekk hægt í sóknarleiknum og það var alltof mikið um hnoð. Íslenska liðið fékk ótal tækifæri til að hrista það portúgalska af sér en gestirnir reyndust erfiðir. Portúgalar eru stórir, líkamlega sterkir og algjörlega ólseigir. „Þetta er hrynjandinn hjá þessu portúgalska liði. Þeir eru rosalega kaflaskiptir en það eru gæði í nokkrum leikmönnum þarna sem stíga alltaf upp þegar á móti blæs,“ sagði Björgvin en íslenska liðið fór illa að ráði sínu undir lok leiksins. Í stöðunni 25-21, þegar tvær mínútur voru eftir, komst Rúnar Kárason í gott færi en hitti ekki markið. Portúgalar þökkuðu pent fyrir sig og skoruðu tvö síðustu þremur mörkum leiksins. „Það hefði kannski verið sanngjarnt að klára þetta með 5-6 marka mun en þetta er niðurstaðan,“ sagði Björgvin að endingu.
Handbolti Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira