Viðskipti innlent

Byrjað að losa um snjóhengjuna í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum.
Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum. Vísir/Vilhelm
Aflandskrónuútboð Seðlabanka Íslands hófst klukkan 10 í dag og stendur það til klukkan 14. Útboðið er lykilþáttur í aðgerðum stjórnvalda til að aflétta fjármagnshöftum en lög um útboðið voru samþykkt á Alþingi þann 22. maí síðastliðinn.

Aflandskrónueignir eru yfir 300 milljarðar króna og hefur vandamálið í daglegu tali verið kallað „snjóhengjan.“ Það má því segja að byrjað verði að losa um hana í dag.

Þremur dögum eftir að lögin voru samþykkt á Alþingi, eða þann 25. maí, tilkynnti Seðlabankinn um skilmála útboðsins en að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag hefur bankinn síðan breytt skilmálunum í tvígang til að auka líkurnar á því að tvö fyrirtæki, Eaton Vance og Loomis Sayles & Co., sem eiga umtalsverðar krónueignir myndu taka þátt í útboðinu.

Breytingin á skilmálunum felst í því, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans, að fallið er frá lágmarksgengi í útboðinu og er sú breyting talin auka líkurnar á þátttöku í því.

Uppgjör viðskipta á grundvelli útboðsins fer fram 29. júní 2016.


Tengdar fréttir

Bandarísku sjóðirnir þurfa að þola 36% afföll

Skerðingin sem bandarísku fjárfestingarsjóðirnir þurfa að þola samkvæmt lögum um aflandskrónur nemur 36 prósentum en skerðingin nemur 116-119 milljörðum króna miðað við gefnar forsendur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0,77
2
590
ISB
0,65
14
10.100
SKEL
0,65
3
46.782
REGINN
0,61
2
10.007
REITIR
0,57
3
1.079

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,97
16
162.203
HAGA
-1,06
1
35.125
SJOVA
-0,53
3
27.749
FESTI
-0,43
1
31.185
KVIKA
-0,41
21
217.866
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.