CCP ætlar að efla samstarfið við íslenska háskólasamfélagið Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Stefanía hefur undanfarið unnið fyrir CCP í Sjanghæ en ætlar nú að flytja til Íslands. vísir/Anton brink Stefanía G. Halldórsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi á næstunni, en Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur til Lundúna þar sem CCP er að setja upp nýja skrifstofu. Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2010 en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt verkefnum CCP í Sjanghæ í Kína. „Ég er yfirþróunarstjóri hjá CCP í Kína. Þar hef ég yfirumsjón með framleiðslu á öllum verkefnum innan stúdíósins og rek EVE Online í Kína,“ segir Stefanía. Hún segir að notendahópur EVE í Kína sé mátulega stór en leikurinn hefur verið rekinn þar frá árinu 2006. Staðan sem Stefanía er ráðin í hér á landi er ný hjá fyrirtækinu. Stefanía segir að fyrirtækið vilji efla skrifstofu sína hér og fjölmörg verkefni séu í farvatninu. „Við erum með tilraunaverkefni hér í gangi og mitt hlutverk verður að styðja við ný verkefni, styðja við samstarf við háskólana hér á Íslandi og fleiri aðila og styrkja starfsemina,“ segir hún. Stefanía segir að eitt af hlutverkum skrifstofunnar hér sé að þróa nýja leiki upp úr tilraunaverkefnum ásamt því að þróa EVE Online áfram. Saga fyrirtækisins hér spanni nítján ár og fyrirtækið hafi því mikla reynslu af því að þróa leiki og ekki síst að reka leiki á netinu. Þekktasti leikur CCP, EVE online, er orðinn þrettán ára. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu til þess að búa til fleiri vörur. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða leikir verða til úr þessu og hvernig þeir verða vegna þess að ég mun vinna þetta allt með fólki hér innanhúss,“ segir Stefanía. CCP er í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og Stefanía leggur áherslu á að því samstarfi verði haldið áfram. „Við erum búin að vera að vinna í því að styrkja þetta samstarf. Árið 2018 munum við flytja í Vatnsmýrina, nær Háskóla Íslands, og það er stefna okkar að vinna mjög vel með háskólasamfélaginu og styrkja það samstarf allt og ná til samfélagsins,“ segir Stefanía. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á að ráða vel menntað starfsfólk. Það sé þess vegna eitt af hlutverkum fyrirtækisins að eiga gott samstarf við háskólana. „Við leggjum eitthvað gott til og allir vinna saman,“ segir Stefanía. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stefanía G. Halldórsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi á næstunni, en Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur til Lundúna þar sem CCP er að setja upp nýja skrifstofu. Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2010 en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt verkefnum CCP í Sjanghæ í Kína. „Ég er yfirþróunarstjóri hjá CCP í Kína. Þar hef ég yfirumsjón með framleiðslu á öllum verkefnum innan stúdíósins og rek EVE Online í Kína,“ segir Stefanía. Hún segir að notendahópur EVE í Kína sé mátulega stór en leikurinn hefur verið rekinn þar frá árinu 2006. Staðan sem Stefanía er ráðin í hér á landi er ný hjá fyrirtækinu. Stefanía segir að fyrirtækið vilji efla skrifstofu sína hér og fjölmörg verkefni séu í farvatninu. „Við erum með tilraunaverkefni hér í gangi og mitt hlutverk verður að styðja við ný verkefni, styðja við samstarf við háskólana hér á Íslandi og fleiri aðila og styrkja starfsemina,“ segir hún. Stefanía segir að eitt af hlutverkum skrifstofunnar hér sé að þróa nýja leiki upp úr tilraunaverkefnum ásamt því að þróa EVE Online áfram. Saga fyrirtækisins hér spanni nítján ár og fyrirtækið hafi því mikla reynslu af því að þróa leiki og ekki síst að reka leiki á netinu. Þekktasti leikur CCP, EVE online, er orðinn þrettán ára. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu til þess að búa til fleiri vörur. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða leikir verða til úr þessu og hvernig þeir verða vegna þess að ég mun vinna þetta allt með fólki hér innanhúss,“ segir Stefanía. CCP er í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og Stefanía leggur áherslu á að því samstarfi verði haldið áfram. „Við erum búin að vera að vinna í því að styrkja þetta samstarf. Árið 2018 munum við flytja í Vatnsmýrina, nær Háskóla Íslands, og það er stefna okkar að vinna mjög vel með háskólasamfélaginu og styrkja það samstarf allt og ná til samfélagsins,“ segir Stefanía. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á að ráða vel menntað starfsfólk. Það sé þess vegna eitt af hlutverkum fyrirtækisins að eiga gott samstarf við háskólana. „Við leggjum eitthvað gott til og allir vinna saman,“ segir Stefanía. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira