CCP ætlar að efla samstarfið við íslenska háskólasamfélagið Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Stefanía hefur undanfarið unnið fyrir CCP í Sjanghæ en ætlar nú að flytja til Íslands. vísir/Anton brink Stefanía G. Halldórsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi á næstunni, en Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur til Lundúna þar sem CCP er að setja upp nýja skrifstofu. Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2010 en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt verkefnum CCP í Sjanghæ í Kína. „Ég er yfirþróunarstjóri hjá CCP í Kína. Þar hef ég yfirumsjón með framleiðslu á öllum verkefnum innan stúdíósins og rek EVE Online í Kína,“ segir Stefanía. Hún segir að notendahópur EVE í Kína sé mátulega stór en leikurinn hefur verið rekinn þar frá árinu 2006. Staðan sem Stefanía er ráðin í hér á landi er ný hjá fyrirtækinu. Stefanía segir að fyrirtækið vilji efla skrifstofu sína hér og fjölmörg verkefni séu í farvatninu. „Við erum með tilraunaverkefni hér í gangi og mitt hlutverk verður að styðja við ný verkefni, styðja við samstarf við háskólana hér á Íslandi og fleiri aðila og styrkja starfsemina,“ segir hún. Stefanía segir að eitt af hlutverkum skrifstofunnar hér sé að þróa nýja leiki upp úr tilraunaverkefnum ásamt því að þróa EVE Online áfram. Saga fyrirtækisins hér spanni nítján ár og fyrirtækið hafi því mikla reynslu af því að þróa leiki og ekki síst að reka leiki á netinu. Þekktasti leikur CCP, EVE online, er orðinn þrettán ára. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu til þess að búa til fleiri vörur. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða leikir verða til úr þessu og hvernig þeir verða vegna þess að ég mun vinna þetta allt með fólki hér innanhúss,“ segir Stefanía. CCP er í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og Stefanía leggur áherslu á að því samstarfi verði haldið áfram. „Við erum búin að vera að vinna í því að styrkja þetta samstarf. Árið 2018 munum við flytja í Vatnsmýrina, nær Háskóla Íslands, og það er stefna okkar að vinna mjög vel með háskólasamfélaginu og styrkja það samstarf allt og ná til samfélagsins,“ segir Stefanía. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á að ráða vel menntað starfsfólk. Það sé þess vegna eitt af hlutverkum fyrirtækisins að eiga gott samstarf við háskólana. „Við leggjum eitthvað gott til og allir vinna saman,“ segir Stefanía. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Stefanía G. Halldórsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi á næstunni, en Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur til Lundúna þar sem CCP er að setja upp nýja skrifstofu. Stefanía hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2010 en undanfarin tvö ár hefur hún stýrt verkefnum CCP í Sjanghæ í Kína. „Ég er yfirþróunarstjóri hjá CCP í Kína. Þar hef ég yfirumsjón með framleiðslu á öllum verkefnum innan stúdíósins og rek EVE Online í Kína,“ segir Stefanía. Hún segir að notendahópur EVE í Kína sé mátulega stór en leikurinn hefur verið rekinn þar frá árinu 2006. Staðan sem Stefanía er ráðin í hér á landi er ný hjá fyrirtækinu. Stefanía segir að fyrirtækið vilji efla skrifstofu sína hér og fjölmörg verkefni séu í farvatninu. „Við erum með tilraunaverkefni hér í gangi og mitt hlutverk verður að styðja við ný verkefni, styðja við samstarf við háskólana hér á Íslandi og fleiri aðila og styrkja starfsemina,“ segir hún. Stefanía segir að eitt af hlutverkum skrifstofunnar hér sé að þróa nýja leiki upp úr tilraunaverkefnum ásamt því að þróa EVE Online áfram. Saga fyrirtækisins hér spanni nítján ár og fyrirtækið hafi því mikla reynslu af því að þróa leiki og ekki síst að reka leiki á netinu. Þekktasti leikur CCP, EVE online, er orðinn þrettán ára. „Við ætlum að nýta þessa þekkingu til þess að búa til fleiri vörur. Það er allt of snemmt að segja til um hvaða leikir verða til úr þessu og hvernig þeir verða vegna þess að ég mun vinna þetta allt með fólki hér innanhúss,“ segir Stefanía. CCP er í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og Stefanía leggur áherslu á að því samstarfi verði haldið áfram. „Við erum búin að vera að vinna í því að styrkja þetta samstarf. Árið 2018 munum við flytja í Vatnsmýrina, nær Háskóla Íslands, og það er stefna okkar að vinna mjög vel með háskólasamfélaginu og styrkja það samstarf allt og ná til samfélagsins,“ segir Stefanía. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á að ráða vel menntað starfsfólk. Það sé þess vegna eitt af hlutverkum fyrirtækisins að eiga gott samstarf við háskólana. „Við leggjum eitthvað gott til og allir vinna saman,“ segir Stefanía. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira