Google kennir sjálfkeyrandi bílum sínum að flauta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 13:49 Engin þörf á þessu í framtíðinni. Vísir/Getty Sjálfkeyrandi bílar Google eru nú þegar í þróun og eru margir þeirra komnir á götur Bandaríkjanna þar sem verið er að þróa og straumlínulaga alla þætti þeirra áður en þeir koma á almennan markað. Eitt af því sem þarf að vera í lagi er flautan og þróar Google nú leiðir til þess að kenna bílunum að flauta í réttum aðstæðum. Í nýrri skýrslu Google kemur fram að stefnt sé að því bílarnir að verði kurteisir og hófsamir þegar kemur að notkun flautunnar.Bleika formið táknar bakkandi bíl, sjálfkeyrandi bíllinn flautar.Mynd/Google„Hugbúnaðurinn er hannaður til þess að koma auga á það þegar flaut getur hjálpað til við að vekja athygli annarra ökumanna sem eru að begyja inn á akreinar eða bakka úr heimreiðum,“ segir í skýrslunni. Til þess að ganga úr skugga um að sjálfkeyrandi bílarnir flauti nú aðeins þegar nauðsyn krefur er Google því að kenna bílunum hvenær viðeigandi sé að flauta. Þeir sem prófa bílana skrá niður í hvert skipti sem bílinn flautar í óviðeigandi aðstæðum svo að hægt sé að finna hvað veldur og koma í veg fyrir það. Google hefur kennt bílunum tvær tegundir af flauti, annars vegar tvo stutt flaut sem nota á þegar einhver bakkar bíl sínum hægt í átt að sjálfkeyrandi bílnum, og hins vegar eitt langt sem nota í meira áríðandi tilvikum. Stefnt er að því að bílarnir komi á markað árið 2020. Tækni Tengdar fréttir Honda, Nissan og Toyota sameinast um sjálfkeyrandi bíla Japönsk yfirvöld hafa áhyggjur af því að þýskir og bandarískir bílaframleiðendur hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla. 27. febrúar 2015 11:02 Sjálfkeyrandi bíll Volvo væntanlegur 2017 Með sjálfkeyrandi bíl Volvo verður hægt að horfa á sjónvarpið á meðan bíllinn keyrir mann í vinnuna. 20. nóvember 2015 18:44 Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. 3. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar Google eru nú þegar í þróun og eru margir þeirra komnir á götur Bandaríkjanna þar sem verið er að þróa og straumlínulaga alla þætti þeirra áður en þeir koma á almennan markað. Eitt af því sem þarf að vera í lagi er flautan og þróar Google nú leiðir til þess að kenna bílunum að flauta í réttum aðstæðum. Í nýrri skýrslu Google kemur fram að stefnt sé að því bílarnir að verði kurteisir og hófsamir þegar kemur að notkun flautunnar.Bleika formið táknar bakkandi bíl, sjálfkeyrandi bíllinn flautar.Mynd/Google„Hugbúnaðurinn er hannaður til þess að koma auga á það þegar flaut getur hjálpað til við að vekja athygli annarra ökumanna sem eru að begyja inn á akreinar eða bakka úr heimreiðum,“ segir í skýrslunni. Til þess að ganga úr skugga um að sjálfkeyrandi bílarnir flauti nú aðeins þegar nauðsyn krefur er Google því að kenna bílunum hvenær viðeigandi sé að flauta. Þeir sem prófa bílana skrá niður í hvert skipti sem bílinn flautar í óviðeigandi aðstæðum svo að hægt sé að finna hvað veldur og koma í veg fyrir það. Google hefur kennt bílunum tvær tegundir af flauti, annars vegar tvo stutt flaut sem nota á þegar einhver bakkar bíl sínum hægt í átt að sjálfkeyrandi bílnum, og hins vegar eitt langt sem nota í meira áríðandi tilvikum. Stefnt er að því að bílarnir komi á markað árið 2020.
Tækni Tengdar fréttir Honda, Nissan og Toyota sameinast um sjálfkeyrandi bíla Japönsk yfirvöld hafa áhyggjur af því að þýskir og bandarískir bílaframleiðendur hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla. 27. febrúar 2015 11:02 Sjálfkeyrandi bíll Volvo væntanlegur 2017 Með sjálfkeyrandi bíl Volvo verður hægt að horfa á sjónvarpið á meðan bíllinn keyrir mann í vinnuna. 20. nóvember 2015 18:44 Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. 3. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Honda, Nissan og Toyota sameinast um sjálfkeyrandi bíla Japönsk yfirvöld hafa áhyggjur af því að þýskir og bandarískir bílaframleiðendur hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla. 27. febrúar 2015 11:02
Sjálfkeyrandi bíll Volvo væntanlegur 2017 Með sjálfkeyrandi bíl Volvo verður hægt að horfa á sjónvarpið á meðan bíllinn keyrir mann í vinnuna. 20. nóvember 2015 18:44
Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. 3. febrúar 2016 00:01