NBA: Golden State komið í 2-0 eftir stórsigur í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 07:02 Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira