NBA: Þá var aftur kátt í Cleveland-höllinni | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 07:00 LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira