Tveir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis verja sig sjálfir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2016 15:05 Höfuðstöðvar Glitnis, nú Íslandsbanka, að Kirkjusandi. Mynd/Valli Tveir sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þeir Jónas Guðmundsson og Valgarð Már Valgarðsson ætla að verja sig sjálfir en áskilja sér þó þann rétt að fá tilnefnda verjendur mögulega síðar ef þeim þykir tilefni til þess. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í morgun og féllst dómari á það að tvímenningarnir fái að verja sig sjálfir. Eftir því sem Vísir kemst næst er ekki algengt að sakborningar verji sig sjálfir í svo umfangsmiklum málum og var það til að mynda ekki tilfellið í markaðsmisnotkunarmálum Kaupþings og Landsbankans þar sem allir sakborningar voru með verjendur. Samkvæmt 29. grein laga um meðferð sakamála er sakborningi heimilt að halda sjálfur uppi vörnum í máli kjósi hann það og sé hann hæfur til þess að mati dómara eða lögreglu. Í slíku tilviki skal veita sakborningi sem er ólöglærður leiðbeiningar um formhlið máls eftir því sem nauðsynlegt er og leggur þetta því meiri skyldur á herðar dómara í málinu. Jónas og Valgarð eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir voru verðbréfamiðlarar á gólfinu í bankanum þegar meint brot áttu sér stað ásamt Pétri Jónassyni sem einnig er ákærður í málinu en tveir toppar úr Glitni, þeir Lárus Welding sem var forstjóri bankans og Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sæta einnig ákæru fyrir markaðsmisnotkun. Þá er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl síðastliðinn. Við þingfestinguna neituðu fimmmenningarnir allir sök en næsta fyrirtaka í málinu er sett þann 15. júní. Tengdar fréttir Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39 Fimmmenningarnir neita allir sök Mál héraðssaksóknara gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis var þingfest í morgun. 15. apríl 2016 11:23 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Tveir sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þeir Jónas Guðmundsson og Valgarð Már Valgarðsson ætla að verja sig sjálfir en áskilja sér þó þann rétt að fá tilnefnda verjendur mögulega síðar ef þeim þykir tilefni til þess. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í morgun og féllst dómari á það að tvímenningarnir fái að verja sig sjálfir. Eftir því sem Vísir kemst næst er ekki algengt að sakborningar verji sig sjálfir í svo umfangsmiklum málum og var það til að mynda ekki tilfellið í markaðsmisnotkunarmálum Kaupþings og Landsbankans þar sem allir sakborningar voru með verjendur. Samkvæmt 29. grein laga um meðferð sakamála er sakborningi heimilt að halda sjálfur uppi vörnum í máli kjósi hann það og sé hann hæfur til þess að mati dómara eða lögreglu. Í slíku tilviki skal veita sakborningi sem er ólöglærður leiðbeiningar um formhlið máls eftir því sem nauðsynlegt er og leggur þetta því meiri skyldur á herðar dómara í málinu. Jónas og Valgarð eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir voru verðbréfamiðlarar á gólfinu í bankanum þegar meint brot áttu sér stað ásamt Pétri Jónassyni sem einnig er ákærður í málinu en tveir toppar úr Glitni, þeir Lárus Welding sem var forstjóri bankans og Jóhannes Baldursson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sæta einnig ákæru fyrir markaðsmisnotkun. Þá er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl síðastliðinn. Við þingfestinguna neituðu fimmmenningarnir allir sök en næsta fyrirtaka í málinu er sett þann 15. júní.
Tengdar fréttir Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00 Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39 Fimmmenningarnir neita allir sök Mál héraðssaksóknara gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis var þingfest í morgun. 15. apríl 2016 11:23 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi. 11. mars 2016 09:00
Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun en um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. 9. mars 2016 10:39
Fimmmenningarnir neita allir sök Mál héraðssaksóknara gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis var þingfest í morgun. 15. apríl 2016 11:23