Nútíminn sem var María Elísabet Bragadóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Ég var nýorðin 10 ára í maí 2003 og þótti aldurinn farinn að segja til sín. Mér skildist að ómögulegt væri að kortleggja nútímann því kennileitin yrðu ekki augljós fyrr en grafin í fönn og orðin að fortíð. Ég einblíndi þess vegna á framtíðina. Fyrir utan gsm-síma á stærð við fingurnögl og fljúgandi bíla olli hún mér hugarangri. Var viss um að ég væri hársbreidd frá því að hverfa frá æskunni. Mannsævin væri þannig samsett að ég myndi á vissum tímapunkti upplifa óhugnanleg umskipti. Fengi splunkunýtt fullorðinssjálf. Aðra stundina forhertur unglingur. Myndi skilja eftir mig sviðna akra og eyðilagða foreldra. Þá næstu skjálfhent gamalmenni með lifrarbletti á handarbakinu að skrúfa skelplötulok af pilluglasi. Nýkomin úr vikulegri lagningu með ljósrauðan varalit smitaðan út í hrukkurnar. Saumandi út í púða, bíðandi dauðans. Fengi engu ráðið. Hvorugt hugnaðist mér. Umkomuleysið gagnvart tímanum algjört. Hin karakterísku vatnaskil reyndust þó engan veginn raunveruleg. Í æsku minni voru helgarpabbar úti um allar trissur. Þrátt fyrir það sá ég þá aldrei sem kennileiti í kortlagningu á nútímanum þó þeir væru það. Nú heyri ég því fleygt að helgarpabbarnir séu skilgetin afkvæmi fortíðarinnar. Glaðbeittir að panta hamborgaratilboð í gegnum bílalúgu á leiðinni í Keiluhöllina. Með sjálflýsandi bros við kjötborðið í Nóatúni að kaupa kíló af frönskum. Síðan keyra þeir rólega út af sviðinu og ný leikmynd er sett upp. Senn rykfalla þeir svo á sama stað og lyklabörnin frá síðustu öld. Þegar öllu er á botninn hvolft er nútíminn næstum alltaf gamaldags.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun
Ég var nýorðin 10 ára í maí 2003 og þótti aldurinn farinn að segja til sín. Mér skildist að ómögulegt væri að kortleggja nútímann því kennileitin yrðu ekki augljós fyrr en grafin í fönn og orðin að fortíð. Ég einblíndi þess vegna á framtíðina. Fyrir utan gsm-síma á stærð við fingurnögl og fljúgandi bíla olli hún mér hugarangri. Var viss um að ég væri hársbreidd frá því að hverfa frá æskunni. Mannsævin væri þannig samsett að ég myndi á vissum tímapunkti upplifa óhugnanleg umskipti. Fengi splunkunýtt fullorðinssjálf. Aðra stundina forhertur unglingur. Myndi skilja eftir mig sviðna akra og eyðilagða foreldra. Þá næstu skjálfhent gamalmenni með lifrarbletti á handarbakinu að skrúfa skelplötulok af pilluglasi. Nýkomin úr vikulegri lagningu með ljósrauðan varalit smitaðan út í hrukkurnar. Saumandi út í púða, bíðandi dauðans. Fengi engu ráðið. Hvorugt hugnaðist mér. Umkomuleysið gagnvart tímanum algjört. Hin karakterísku vatnaskil reyndust þó engan veginn raunveruleg. Í æsku minni voru helgarpabbar úti um allar trissur. Þrátt fyrir það sá ég þá aldrei sem kennileiti í kortlagningu á nútímanum þó þeir væru það. Nú heyri ég því fleygt að helgarpabbarnir séu skilgetin afkvæmi fortíðarinnar. Glaðbeittir að panta hamborgaratilboð í gegnum bílalúgu á leiðinni í Keiluhöllina. Með sjálflýsandi bros við kjötborðið í Nóatúni að kaupa kíló af frönskum. Síðan keyra þeir rólega út af sviðinu og ný leikmynd er sett upp. Senn rykfalla þeir svo á sama stað og lyklabörnin frá síðustu öld. Þegar öllu er á botninn hvolft er nútíminn næstum alltaf gamaldags.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun