Ráðleggur stjórnendum lífeyrissjóða að hætta á Facebook ingvar haraldsson skrifar 26. maí 2016 16:06 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir lífeyrissjóði hafa það markmið að ávaxta fé sjóðfélaga. vísir/anton Heiðar Guðjónsson, fjárfestir segir fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða aðeins hafa einn tilgang. „Hlutverkið er að hámarka ávöxtun eigna sjóðsins að teknu tilliti til áhættu, hlutverk sjóðanna er ekki að vernda umhverfið, að breyta tekjudreifingu samfélagsins, að hafa áhrif á stjórnarval eða neitt slíkt,“ segir hann. Séu tveir kostir jafn góðir að teknu tilliti til ávöxtunar og áhættu verði sá kostur fyrir valinu sem hafi eitthvað annað fram yfir hinn, til dæmis hvað varðar samfélagslega ábyrgð að sögn Heiðars. Þetta kom fram á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta.Öllum liði betur Spurður út í hversu langt lífeyrissjóðir ættu að ganga til að uppfylla önnur markmið en ávöxtun fyrir sjóðfélaga, og var þar vísað til umræðu um arðgreiðslur tryggingafélaga fyrr á árinu, ráðlagði hann þeim sem vinni fyrir lífeyrissjóði að einbeita sér að viðskiptum. Hann hafi flutt aftur til Íslands fyrir rúmi ári og þá hafi hann ákveðið að vera ekki á Facebook, taka ekki þátt í pólitískri umræðu heldur einbeita sér að viðskiptum. „Ég held að stjórnir ætti að gera það sama. Ef að lífeyrissjóðir myndu gera það sama þá liði þeim betur og öllum liðið betur, þetta er einföld heimspeki“ sagði Heiðar.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að lífeyrissjóðir eigi að beita sér af fullum þunga sem fjárfestar.Vísir/GVA„Megn óánægja með viðskiptalífið“ Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. sagði skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að stefna að því að hámarka arðsemi. „En ef að arðgreiðslur eru til þess fallandi að grafa undan úr möguleikum til framtíðarverðmætasköpunar þá auðvitað þarf að hafa skoðun á því,“ sagði Þóranna. „Ég get alveg verið sammála því að lífeyrissjóðir eigi fyrst og fremst og eiga arðsemi fjárfestinga en ég held að þetta verði ekki svo aðskilið samfélagslegri ábyrgð þannig að mig langar að taka aðeins annan pól í hæðina,“ sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Vegna þess að ég held að það sem ógnar þessu kerfi sem við búum við, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar er að það er megn óánægja með viðskiptalífið. Það er upplifun fólks að við séum ekki að sinna okkar samfélagslegu skyldum.“ Páll talaði fyrir því á að lífeyrissjóðir beitu sér af fullum krafti í þeim fjárfestingum sem þeir tækju þátt í með sama hætti og aðrir fjárfestar. Lífeyrissjóðir ættu ríflega 40 prósent af hlutabréfum í Kauphöllinni og óraunhæft væri að þeir beittu sér ekki. Hann taldi þó að gera ætti ríkari kröfur til sjóðanna en nú eru gerðar, t.d. með því að auka gagnsæi um stjórnarkjör og settar yrðu skýrar stefnur sjóðanna í samkeppnismálum.Kristján Loftsson hefur átt í deilum við lífeyrissjóði sem eiga í HB Granda að undanförnu.Vísir/AntonSegir lífeyrissjóði svífast einskisKristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda var ósammála Páli um að lífeyrissjóðir ættu að beita sér að fullum þunga sem hluthafar. „Þá held ég að það fari nú ekki mörg félög inn í Kauphöllina. Ekki myndi ég láta mér detta það í hug að fara með fyrirtæki sem ég væri fjárfestir sjálfur í og láta þá hirða það af mér. Lætin í kringum þetta eru svo mikil að þeir svífast einskis,“ sagði Kristján en hefur átt í talsverðum deilum við lífeyrissjóði sem eiga hluti í HB Granda að undanförnu. Mest lesið Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Fleiri fréttir Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir segir fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða aðeins hafa einn tilgang. „Hlutverkið er að hámarka ávöxtun eigna sjóðsins að teknu tilliti til áhættu, hlutverk sjóðanna er ekki að vernda umhverfið, að breyta tekjudreifingu samfélagsins, að hafa áhrif á stjórnarval eða neitt slíkt,“ segir hann. Séu tveir kostir jafn góðir að teknu tilliti til ávöxtunar og áhættu verði sá kostur fyrir valinu sem hafi eitthvað annað fram yfir hinn, til dæmis hvað varðar samfélagslega ábyrgð að sögn Heiðars. Þetta kom fram á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta.Öllum liði betur Spurður út í hversu langt lífeyrissjóðir ættu að ganga til að uppfylla önnur markmið en ávöxtun fyrir sjóðfélaga, og var þar vísað til umræðu um arðgreiðslur tryggingafélaga fyrr á árinu, ráðlagði hann þeim sem vinni fyrir lífeyrissjóði að einbeita sér að viðskiptum. Hann hafi flutt aftur til Íslands fyrir rúmi ári og þá hafi hann ákveðið að vera ekki á Facebook, taka ekki þátt í pólitískri umræðu heldur einbeita sér að viðskiptum. „Ég held að stjórnir ætti að gera það sama. Ef að lífeyrissjóðir myndu gera það sama þá liði þeim betur og öllum liðið betur, þetta er einföld heimspeki“ sagði Heiðar.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, telur að lífeyrissjóðir eigi að beita sér af fullum þunga sem fjárfestar.Vísir/GVA„Megn óánægja með viðskiptalífið“ Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. sagði skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að stefna að því að hámarka arðsemi. „En ef að arðgreiðslur eru til þess fallandi að grafa undan úr möguleikum til framtíðarverðmætasköpunar þá auðvitað þarf að hafa skoðun á því,“ sagði Þóranna. „Ég get alveg verið sammála því að lífeyrissjóðir eigi fyrst og fremst og eiga arðsemi fjárfestinga en ég held að þetta verði ekki svo aðskilið samfélagslegri ábyrgð þannig að mig langar að taka aðeins annan pól í hæðina,“ sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Vegna þess að ég held að það sem ógnar þessu kerfi sem við búum við, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar er að það er megn óánægja með viðskiptalífið. Það er upplifun fólks að við séum ekki að sinna okkar samfélagslegu skyldum.“ Páll talaði fyrir því á að lífeyrissjóðir beitu sér af fullum krafti í þeim fjárfestingum sem þeir tækju þátt í með sama hætti og aðrir fjárfestar. Lífeyrissjóðir ættu ríflega 40 prósent af hlutabréfum í Kauphöllinni og óraunhæft væri að þeir beittu sér ekki. Hann taldi þó að gera ætti ríkari kröfur til sjóðanna en nú eru gerðar, t.d. með því að auka gagnsæi um stjórnarkjör og settar yrðu skýrar stefnur sjóðanna í samkeppnismálum.Kristján Loftsson hefur átt í deilum við lífeyrissjóði sem eiga í HB Granda að undanförnu.Vísir/AntonSegir lífeyrissjóði svífast einskisKristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda var ósammála Páli um að lífeyrissjóðir ættu að beita sér að fullum þunga sem hluthafar. „Þá held ég að það fari nú ekki mörg félög inn í Kauphöllina. Ekki myndi ég láta mér detta það í hug að fara með fyrirtæki sem ég væri fjárfestir sjálfur í og láta þá hirða það af mér. Lætin í kringum þetta eru svo mikil að þeir svífast einskis,“ sagði Kristján en hefur átt í talsverðum deilum við lífeyrissjóði sem eiga hluti í HB Granda að undanförnu.
Mest lesið Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Fleiri fréttir Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagkaup hefur áfengissölu í dag Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sjá meira