Lífeyrissjóðirnir geti ekki sameiginlega keypt Arion banka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 18:45 Það er ekki hægt að sætta sig við að hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og ætli sér einnig að vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra.Eftir hrun hafa íslenskir lífeyrissjóðir orðið mjög áberandi á meðal stærri eigenda atvinnufyrirtækja en þeir eiga til að mynda um 45 prósent af skráðum hlutabréfum á markaði. Þá hefur einnig færst í vöxt að lífeyrissjóðir eigi eignarhluti í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Samkeppniseftirlitið hefur haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun og stóð í gær fyrir umræðufundi um hvernig þetta eignarhald kemur til með að þróast næstu misserin, þegar stór skref verða stigin við losun gjaldeyrishafta.Undanfarið hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins lýst yfir áhuga á að kaupa sameiginlega stóran hlut í Arion banka af kröfuhöfum Kaupþings. Hafa viðræður þess efnis staðið yfir frá því á seinni hluta síðasta árs.„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það geti ekki verið heilbrigt við þessar aðstæður að lífeyrissjóðirnir líti á sig með einhverjum hætti sem eina blokk. Og ég hef athugasemdir við það þegar menn tala opinberlega um það að þeir séu blokk af aðilum sem að séu einhvern veginn einsleitir og sjálfgefið að þeir hagi sér með sama hætti, til dæmis við kaup á stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Lífeyrissjóðirnir geti ekki starfað saman með þessum hætti sem heild. Þá segir Bjarni að ef sami hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og vilji einnig vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum, þá sé það ástand sem að ekki sé hægt að sætta sig við.„Á sama tíma er alveg ljóst að fjármálafyrirtækin væru kjörinn valkostur fyrir lífeyrissjóðina, svo lengi sem þeir eru ekki að starfa sem ein blokk. Og svo lengi sem þeir ætla ekki að vera á sama tíma virkir eigendur í fjármálafyrirtækjunum og á fjölmörgum samkeppnissviðum í atvinnulífinu,“ segir Bjarni. Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við að hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og ætli sér einnig að vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra.Eftir hrun hafa íslenskir lífeyrissjóðir orðið mjög áberandi á meðal stærri eigenda atvinnufyrirtækja en þeir eiga til að mynda um 45 prósent af skráðum hlutabréfum á markaði. Þá hefur einnig færst í vöxt að lífeyrissjóðir eigi eignarhluti í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Samkeppniseftirlitið hefur haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun og stóð í gær fyrir umræðufundi um hvernig þetta eignarhald kemur til með að þróast næstu misserin, þegar stór skref verða stigin við losun gjaldeyrishafta.Undanfarið hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins lýst yfir áhuga á að kaupa sameiginlega stóran hlut í Arion banka af kröfuhöfum Kaupþings. Hafa viðræður þess efnis staðið yfir frá því á seinni hluta síðasta árs.„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það geti ekki verið heilbrigt við þessar aðstæður að lífeyrissjóðirnir líti á sig með einhverjum hætti sem eina blokk. Og ég hef athugasemdir við það þegar menn tala opinberlega um það að þeir séu blokk af aðilum sem að séu einhvern veginn einsleitir og sjálfgefið að þeir hagi sér með sama hætti, til dæmis við kaup á stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Lífeyrissjóðirnir geti ekki starfað saman með þessum hætti sem heild. Þá segir Bjarni að ef sami hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og vilji einnig vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum, þá sé það ástand sem að ekki sé hægt að sætta sig við.„Á sama tíma er alveg ljóst að fjármálafyrirtækin væru kjörinn valkostur fyrir lífeyrissjóðina, svo lengi sem þeir eru ekki að starfa sem ein blokk. Og svo lengi sem þeir ætla ekki að vera á sama tíma virkir eigendur í fjármálafyrirtækjunum og á fjölmörgum samkeppnissviðum í atvinnulífinu,“ segir Bjarni.
Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira