Lífeyrissjóðirnir geti ekki sameiginlega keypt Arion banka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 18:45 Það er ekki hægt að sætta sig við að hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og ætli sér einnig að vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra.Eftir hrun hafa íslenskir lífeyrissjóðir orðið mjög áberandi á meðal stærri eigenda atvinnufyrirtækja en þeir eiga til að mynda um 45 prósent af skráðum hlutabréfum á markaði. Þá hefur einnig færst í vöxt að lífeyrissjóðir eigi eignarhluti í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Samkeppniseftirlitið hefur haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun og stóð í gær fyrir umræðufundi um hvernig þetta eignarhald kemur til með að þróast næstu misserin, þegar stór skref verða stigin við losun gjaldeyrishafta.Undanfarið hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins lýst yfir áhuga á að kaupa sameiginlega stóran hlut í Arion banka af kröfuhöfum Kaupþings. Hafa viðræður þess efnis staðið yfir frá því á seinni hluta síðasta árs.„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það geti ekki verið heilbrigt við þessar aðstæður að lífeyrissjóðirnir líti á sig með einhverjum hætti sem eina blokk. Og ég hef athugasemdir við það þegar menn tala opinberlega um það að þeir séu blokk af aðilum sem að séu einhvern veginn einsleitir og sjálfgefið að þeir hagi sér með sama hætti, til dæmis við kaup á stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Lífeyrissjóðirnir geti ekki starfað saman með þessum hætti sem heild. Þá segir Bjarni að ef sami hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og vilji einnig vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum, þá sé það ástand sem að ekki sé hægt að sætta sig við.„Á sama tíma er alveg ljóst að fjármálafyrirtækin væru kjörinn valkostur fyrir lífeyrissjóðina, svo lengi sem þeir eru ekki að starfa sem ein blokk. Og svo lengi sem þeir ætla ekki að vera á sama tíma virkir eigendur í fjármálafyrirtækjunum og á fjölmörgum samkeppnissviðum í atvinnulífinu,“ segir Bjarni. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við að hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og ætli sér einnig að vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra.Eftir hrun hafa íslenskir lífeyrissjóðir orðið mjög áberandi á meðal stærri eigenda atvinnufyrirtækja en þeir eiga til að mynda um 45 prósent af skráðum hlutabréfum á markaði. Þá hefur einnig færst í vöxt að lífeyrissjóðir eigi eignarhluti í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Samkeppniseftirlitið hefur haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun og stóð í gær fyrir umræðufundi um hvernig þetta eignarhald kemur til með að þróast næstu misserin, þegar stór skref verða stigin við losun gjaldeyrishafta.Undanfarið hafa margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins lýst yfir áhuga á að kaupa sameiginlega stóran hlut í Arion banka af kröfuhöfum Kaupþings. Hafa viðræður þess efnis staðið yfir frá því á seinni hluta síðasta árs.„Ég hef verið þeirrar skoðunar að það geti ekki verið heilbrigt við þessar aðstæður að lífeyrissjóðirnir líti á sig með einhverjum hætti sem eina blokk. Og ég hef athugasemdir við það þegar menn tala opinberlega um það að þeir séu blokk af aðilum sem að séu einhvern veginn einsleitir og sjálfgefið að þeir hagi sér með sama hætti, til dæmis við kaup á stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Lífeyrissjóðirnir geti ekki starfað saman með þessum hætti sem heild. Þá segir Bjarni að ef sami hópur lífeyrissjóða ætli sér að eiga rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum og vilji einnig vera ráðandi hluthafi í stórum fjármálafyrirtækjum, þá sé það ástand sem að ekki sé hægt að sætta sig við.„Á sama tíma er alveg ljóst að fjármálafyrirtækin væru kjörinn valkostur fyrir lífeyrissjóðina, svo lengi sem þeir eru ekki að starfa sem ein blokk. Og svo lengi sem þeir ætla ekki að vera á sama tíma virkir eigendur í fjármálafyrirtækjunum og á fjölmörgum samkeppnissviðum í atvinnulífinu,“ segir Bjarni.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira