NBA segir dómarana hafa gert fimm mistök á síðustu fjórtán sekúndunum Óskar Ófeigur Jónssoin skrifar 4. maí 2016 11:30 NBA sagði að brotið hefði verið á bæði Manu Ginobili og Steven Adams á lokasekúndunum. Vísir/Getty Það var mikil dramatík á lokasekúndum annars leiks San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA í körfubolta og ekki fengu dómarar leiksins háa einkunn fyrir frammistöðu sína hjá yfirmönnum sínum. NBA gaf það nefnilega út að dómarar leiksins hafi gert fimm mistök á síðustu 13,5 sekúndum leiksins en hvorugu liðinu tókst að skora á lokasekúndunum og leikurinn endaði með 98-97 sigri Oklahoma City Thunder. Dómararnir sjálfir höfðu viðurkennt að þeir áttu að dæma sóknarbrot á Dion Waiters, leikmann Oklahoma City Thunder en þar með var ekki listinn upptalinn. Dion Waiters ýtti Manu Ginobili með olnboganum þegar hann var að taka innkastið en NBA segir að Ginobili hafi líka verið brotlegur með að stíga á hliðarlínuna. NBA gaf það einnig út að San Antonio Spurs leikmennirnir Kawhi Leonard og Patty Mills hafi togað eða haldið leikmanni Oklahoma City Thunder þegar Spurs stal sendingunni hjá Dion Waiters úr innkastinu. Að lokum átti Serge Ibaka hjá Thunder að fá villu fyrir að toga í treyju LaMarcus Aldridge og trufla þar með lokaskot leiksins. Hefði Aldridge fengið þessa villu þá var hann á leiðinni á vítalínuna þar sem hann gat tryggt Spurs-liðinu sigur og 2-0 forystu í einvíginu. Aldridge var þarna kominn með 41 stig í leiknum og var búinn að hitta úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ekkert var hinsvegar dæmt og sumir körfuboltaspekingar voru ánægðir með að leikmennirnir hafi sjálfir gert út um leikinn en ekki fengið „hjálp" frá dómurum. NBA-deildin var hinsvegar ekki sammála en það er ekki gott fyrir dómara leiksins að fá slíka áfellisdóm frá yfirboðurum sínum. Þriðji leikurinn er á föstudagskvöldið og fer hann frá á heimavelli Oklahoma City Thunder. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki í einvíginu kemst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Potland Trail Blazers en Warriors-liðið er komið í 2-0. Það er hægt sjá þessar lokasekúndur hér fyrir neðan sem og hvað Charles Barkley og strákarnir á TNT höfðu að segja um lok leiksins. NBA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokasekúndum annars leiks San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA í körfubolta og ekki fengu dómarar leiksins háa einkunn fyrir frammistöðu sína hjá yfirmönnum sínum. NBA gaf það nefnilega út að dómarar leiksins hafi gert fimm mistök á síðustu 13,5 sekúndum leiksins en hvorugu liðinu tókst að skora á lokasekúndunum og leikurinn endaði með 98-97 sigri Oklahoma City Thunder. Dómararnir sjálfir höfðu viðurkennt að þeir áttu að dæma sóknarbrot á Dion Waiters, leikmann Oklahoma City Thunder en þar með var ekki listinn upptalinn. Dion Waiters ýtti Manu Ginobili með olnboganum þegar hann var að taka innkastið en NBA segir að Ginobili hafi líka verið brotlegur með að stíga á hliðarlínuna. NBA gaf það einnig út að San Antonio Spurs leikmennirnir Kawhi Leonard og Patty Mills hafi togað eða haldið leikmanni Oklahoma City Thunder þegar Spurs stal sendingunni hjá Dion Waiters úr innkastinu. Að lokum átti Serge Ibaka hjá Thunder að fá villu fyrir að toga í treyju LaMarcus Aldridge og trufla þar með lokaskot leiksins. Hefði Aldridge fengið þessa villu þá var hann á leiðinni á vítalínuna þar sem hann gat tryggt Spurs-liðinu sigur og 2-0 forystu í einvíginu. Aldridge var þarna kominn með 41 stig í leiknum og var búinn að hitta úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ekkert var hinsvegar dæmt og sumir körfuboltaspekingar voru ánægðir með að leikmennirnir hafi sjálfir gert út um leikinn en ekki fengið „hjálp" frá dómurum. NBA-deildin var hinsvegar ekki sammála en það er ekki gott fyrir dómara leiksins að fá slíka áfellisdóm frá yfirboðurum sínum. Þriðji leikurinn er á föstudagskvöldið og fer hann frá á heimavelli Oklahoma City Thunder. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki í einvíginu kemst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Potland Trail Blazers en Warriors-liðið er komið í 2-0. Það er hægt sjá þessar lokasekúndur hér fyrir neðan sem og hvað Charles Barkley og strákarnir á TNT höfðu að segja um lok leiksins.
NBA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira