Kraftaverkið í Leicester stjórnarmaðurinn skrifar 4. maí 2016 11:00 Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Leicester City tryggði sér í fyrrakvöld sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sennilega er um að ræða eitthvert mesta og óvæntasta íþróttaafrek síðustu ára. Enska deildin hefur nú um árabil verið einokunarvettvangur stærstu og ríkustu liðanna. Raunar hafa einungis sex lið unnið titilinn frá því að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Að Blackburn Rovers undanskildum, sem á þeim tíma var fjármagnað af auðkýfingnum Jack Walker og það lið sem eyddi allra mestu í leikmannakaup, hafa einungis Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea, og Manchester-liðin United og City unnið deildina. Það vill nú líka svo til að þessi fjögur stórveldi greiða hæstu launin, og eyða mestu í leikmannakaup. Það er nokkuð sorgleg staðreynd að síðustu ár hefur sætaskipan í deildinni að vori nánast algerlega farið eftir því hverjir greiða hæstu launin. Með öðrum orðum, knattspyrnan á ekki lengur að vera leikur þar sem Davíð getur sigrað Golíat.Leikurinn var orðinn fyrirsjáanlegur. Þetta hefur Leicester nú afsannað. Stjórnendur stærstu liðanna klóra sér á meðan í hausnum, en markaðsstjórar Úrvalsdeildarinnar hljóta að fagna eins og flestir hlutlausir knattspyrnuaðdáendur. Deildarkeppni sem hver sem er getur unnið selur sig nánast sjálf. Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut. Nánast væri hægt að halda endalaust áfram að telja upp tölfræði sem sýnir fram á hversu ótrúlegt afrek þetta er: Louis Van Gaal, stjóri Manchester United, hefur eytt margfalt meiru í leikmannakaup á sínum tveimur árum hjá liðinu en Leicester í 132 ára sögu sinni. Leikmaður ársins, Riyad Mahrez, var keyptur á sem nemur einum vikulaunum hjá Wayne Rooney, stjórstjörnu United. Heildarlaunakostnaður Leicester er einungis fjórðungur þess sem hann er hjá Chelsea og tekjurnar réttur fjórðungur þess sem Manchester United aflar. Með öðrum orðum: fyrst Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina eru íslenska landsliðinu allir vegir færir á Evrópumótinu í sumar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira