Sitjandinn á Salóme Frosti Logason skrifar 5. maí 2016 07:00 Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun