Að vera eða fara stjórnarmaðurinn skrifar 20. apríl 2016 10:45 Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira