Keppnisferðir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Páskunum eyddi ég í Svíþjóð, þar sem 14 og 15 ára drengir sem ég þjálfa kepptu við jafnaldra sína frá öðrum löndum. Líklega flokka ekki margir það sem draumafríið, að sofa í sænskri skólastofu með hópi af hrjótandi unglingum. En þetta eru guttarnir mínir og mér þykir alveg afskaplega vænt um þá. Og gerði þessi væntumþykja það að verkum að ég var ansi spenntur fyrir því að fara út, þegar það var ákveðið. Í keppnisferðum gilda nefnilega sérstök lögmál. Þar kynnast liðsfélagar og þjálfarar á nýjan hátt. Þegar ég horfi um öxl og rifja upp þær keppnisferðir sem ég fór í, þá stendur upp úr að margir þeirra sem ég ferðaðist með eru á meðal bestu vina minna í dag. Keppnisferðirnar brjóta nefnilega upp hversdagsleikann, þar sem allir hittast bara korteri fyrir æfingu. Þar skapast aðstæður sem framkalla alls kyns tilfinningar og kenna börnum og unglingum að umgangast náungann af virðingu. Alltof margir halda að árangur í íþróttum barna og unglinga sé mældur í sigrum og töpum, bikurum og medalíum. Vissulega er gaman að vinna og auðvitað á að reyna að keppa til sigurs. En vinskapurinn sem verður til og tengslin sem myndast oft til lífstíðar vega mun þyngra en málmurinn í verðlaunagripunum. Foreldrar eiga einfaldlega að horfa til þess hvort börnin séu að læra eitthvað nýtt. Hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður, hvort sem þær framkalla jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar. Þannig fá börnin mest út úr íþróttaiðkun. Þess vegna eru keppnisferðir snilld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Páskunum eyddi ég í Svíþjóð, þar sem 14 og 15 ára drengir sem ég þjálfa kepptu við jafnaldra sína frá öðrum löndum. Líklega flokka ekki margir það sem draumafríið, að sofa í sænskri skólastofu með hópi af hrjótandi unglingum. En þetta eru guttarnir mínir og mér þykir alveg afskaplega vænt um þá. Og gerði þessi væntumþykja það að verkum að ég var ansi spenntur fyrir því að fara út, þegar það var ákveðið. Í keppnisferðum gilda nefnilega sérstök lögmál. Þar kynnast liðsfélagar og þjálfarar á nýjan hátt. Þegar ég horfi um öxl og rifja upp þær keppnisferðir sem ég fór í, þá stendur upp úr að margir þeirra sem ég ferðaðist með eru á meðal bestu vina minna í dag. Keppnisferðirnar brjóta nefnilega upp hversdagsleikann, þar sem allir hittast bara korteri fyrir æfingu. Þar skapast aðstæður sem framkalla alls kyns tilfinningar og kenna börnum og unglingum að umgangast náungann af virðingu. Alltof margir halda að árangur í íþróttum barna og unglinga sé mældur í sigrum og töpum, bikurum og medalíum. Vissulega er gaman að vinna og auðvitað á að reyna að keppa til sigurs. En vinskapurinn sem verður til og tengslin sem myndast oft til lífstíðar vega mun þyngra en málmurinn í verðlaunagripunum. Foreldrar eiga einfaldlega að horfa til þess hvort börnin séu að læra eitthvað nýtt. Hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður, hvort sem þær framkalla jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar. Þannig fá börnin mest út úr íþróttaiðkun. Þess vegna eru keppnisferðir snilld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun