Svig Sigmundar Pawel Bartoszek skrifar 2. apríl 2016 07:00 Kæri notandi. Við erum með atvinnutilboð handa þér.“ Ég fæ svona pósta í hverjum mánuði. Pólsk atvinnuleitarsíða, sem ég skráði mig á þegar ég bjó þar í nokkra mánuði, er búin að finna handa mér starf. Tilboðið er raunverulegt, og kemur til út af einu atriði sem flestir Íslendingar eiga sameiginlegt?… Dönskukunnáttunni. Meintu dönskukunnáttunni. Ég bjó reyndar í Danmörku fyrir um áratug og þótti sæmilegur. En hver hefur ekki einhvern tímann sett „dönskukunnátta – ágæt“ á ferilskrána sína? Vita ekki allir hvað það þýðir? Það kemur reyndar í ljós að þeir sem manna dönskumælandi stöður í evrópskum innhringistöðvum gera það ekki. Það sem er augljós hvít lygi fyrir okkur er sannleikur fyrir þeim. „Þetta er alþekkt,“ heyrist stundum sagt þegar eitthvert rugl er í gangi. Kannski vita allir að það er alþekkt að stjórnmálamenn skrái lögheimili sitt út og suður til að blekkja kjósendur. Kannski er lögheimili í kjördæminu svona „dönskukunnátta – ágæt“ stjórnmálanna. En þetta er samt siðferðislega rangt og asnalegt. Því miður fellur nýjasti kafli í sögu Sigmundar Davíðs í svipaðan flokk. Þagað er yfir óþægilegum sannleik og þegar hann kemur á daginn er reynt að láta sem málið sé hið eðlilegasta. Sem það er ekki. Mín vegna mega menn vera ríkir og geyma peninga í útlöndum. En Sigmundur hafði talsverðra hagsmuna að gæta í samningum við kröfuhafa. Hann bað um umboð til að leiða þá samninga en þagði um hagsmunaáreksturinn. Væntanlega til að fólk myndi frekar kjósa hann. Hvað heitir það?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Kæri notandi. Við erum með atvinnutilboð handa þér.“ Ég fæ svona pósta í hverjum mánuði. Pólsk atvinnuleitarsíða, sem ég skráði mig á þegar ég bjó þar í nokkra mánuði, er búin að finna handa mér starf. Tilboðið er raunverulegt, og kemur til út af einu atriði sem flestir Íslendingar eiga sameiginlegt?… Dönskukunnáttunni. Meintu dönskukunnáttunni. Ég bjó reyndar í Danmörku fyrir um áratug og þótti sæmilegur. En hver hefur ekki einhvern tímann sett „dönskukunnátta – ágæt“ á ferilskrána sína? Vita ekki allir hvað það þýðir? Það kemur reyndar í ljós að þeir sem manna dönskumælandi stöður í evrópskum innhringistöðvum gera það ekki. Það sem er augljós hvít lygi fyrir okkur er sannleikur fyrir þeim. „Þetta er alþekkt,“ heyrist stundum sagt þegar eitthvert rugl er í gangi. Kannski vita allir að það er alþekkt að stjórnmálamenn skrái lögheimili sitt út og suður til að blekkja kjósendur. Kannski er lögheimili í kjördæminu svona „dönskukunnátta – ágæt“ stjórnmálanna. En þetta er samt siðferðislega rangt og asnalegt. Því miður fellur nýjasti kafli í sögu Sigmundar Davíðs í svipaðan flokk. Þagað er yfir óþægilegum sannleik og þegar hann kemur á daginn er reynt að láta sem málið sé hið eðlilegasta. Sem það er ekki. Mín vegna mega menn vera ríkir og geyma peninga í útlöndum. En Sigmundur hafði talsverðra hagsmuna að gæta í samningum við kröfuhafa. Hann bað um umboð til að leiða þá samninga en þagði um hagsmunaáreksturinn. Væntanlega til að fólk myndi frekar kjósa hann. Hvað heitir það?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun