Svig Sigmundar Pawel Bartoszek skrifar 2. apríl 2016 07:00 Kæri notandi. Við erum með atvinnutilboð handa þér.“ Ég fæ svona pósta í hverjum mánuði. Pólsk atvinnuleitarsíða, sem ég skráði mig á þegar ég bjó þar í nokkra mánuði, er búin að finna handa mér starf. Tilboðið er raunverulegt, og kemur til út af einu atriði sem flestir Íslendingar eiga sameiginlegt?… Dönskukunnáttunni. Meintu dönskukunnáttunni. Ég bjó reyndar í Danmörku fyrir um áratug og þótti sæmilegur. En hver hefur ekki einhvern tímann sett „dönskukunnátta – ágæt“ á ferilskrána sína? Vita ekki allir hvað það þýðir? Það kemur reyndar í ljós að þeir sem manna dönskumælandi stöður í evrópskum innhringistöðvum gera það ekki. Það sem er augljós hvít lygi fyrir okkur er sannleikur fyrir þeim. „Þetta er alþekkt,“ heyrist stundum sagt þegar eitthvert rugl er í gangi. Kannski vita allir að það er alþekkt að stjórnmálamenn skrái lögheimili sitt út og suður til að blekkja kjósendur. Kannski er lögheimili í kjördæminu svona „dönskukunnátta – ágæt“ stjórnmálanna. En þetta er samt siðferðislega rangt og asnalegt. Því miður fellur nýjasti kafli í sögu Sigmundar Davíðs í svipaðan flokk. Þagað er yfir óþægilegum sannleik og þegar hann kemur á daginn er reynt að láta sem málið sé hið eðlilegasta. Sem það er ekki. Mín vegna mega menn vera ríkir og geyma peninga í útlöndum. En Sigmundur hafði talsverðra hagsmuna að gæta í samningum við kröfuhafa. Hann bað um umboð til að leiða þá samninga en þagði um hagsmunaáreksturinn. Væntanlega til að fólk myndi frekar kjósa hann. Hvað heitir það?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Kæri notandi. Við erum með atvinnutilboð handa þér.“ Ég fæ svona pósta í hverjum mánuði. Pólsk atvinnuleitarsíða, sem ég skráði mig á þegar ég bjó þar í nokkra mánuði, er búin að finna handa mér starf. Tilboðið er raunverulegt, og kemur til út af einu atriði sem flestir Íslendingar eiga sameiginlegt?… Dönskukunnáttunni. Meintu dönskukunnáttunni. Ég bjó reyndar í Danmörku fyrir um áratug og þótti sæmilegur. En hver hefur ekki einhvern tímann sett „dönskukunnátta – ágæt“ á ferilskrána sína? Vita ekki allir hvað það þýðir? Það kemur reyndar í ljós að þeir sem manna dönskumælandi stöður í evrópskum innhringistöðvum gera það ekki. Það sem er augljós hvít lygi fyrir okkur er sannleikur fyrir þeim. „Þetta er alþekkt,“ heyrist stundum sagt þegar eitthvert rugl er í gangi. Kannski vita allir að það er alþekkt að stjórnmálamenn skrái lögheimili sitt út og suður til að blekkja kjósendur. Kannski er lögheimili í kjördæminu svona „dönskukunnátta – ágæt“ stjórnmálanna. En þetta er samt siðferðislega rangt og asnalegt. Því miður fellur nýjasti kafli í sögu Sigmundar Davíðs í svipaðan flokk. Þagað er yfir óþægilegum sannleik og þegar hann kemur á daginn er reynt að láta sem málið sé hið eðlilegasta. Sem það er ekki. Mín vegna mega menn vera ríkir og geyma peninga í útlöndum. En Sigmundur hafði talsverðra hagsmuna að gæta í samningum við kröfuhafa. Hann bað um umboð til að leiða þá samninga en þagði um hagsmunaáreksturinn. Væntanlega til að fólk myndi frekar kjósa hann. Hvað heitir það?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun