Einn sökudólgur stjórnarmaðurinn skrifar 6. apríl 2016 11:00 Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Staða forsætisráðherra var orðin vonlaus eftir uppljóstranir um eignir hans og konu hans í aflandsfélaginu Wintris Inc. á Tortóla. Afsögn Sigmundar Davíðs var óumflýjanleg eftir að hann var hirtur eins og óþekkur skólastrákur af forseta. Það er þó ekki sú staðreynd að þau hjón hafi átt félagið eða að forsætisráðherra hafi vanrækt að gera grein fyrir eign sinni í hagsmunaskráningu (sem hann sannanlega átti að gera) sem kom honum verst, heldur voru það miklu frekar viðbrögð Sigmundar við uppljóstruninni sem gera útslagið. Í fyrsta lagi var frammistaða Sigmundar í viðtalinu fræga ekki boðleg. Það hefur hann sjálfur viðurkennt. Forsætisráðherra verður að hafa langlundargeð og manndóm til að svara erfiðum spurningum. Í öðru lagi þá laug forsætisráðherra blákalt í viðtalinu, þegar hann sagðist aldrei hafa átt aflandseignir. Það eitt ætti að vera frágangssök. Í þriðja lagi þá hafa viðbrögðin verið í besta falli fáránleg. Af hverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum um tilvist viðtalsins þær þrjár vikur sem liðu frá því það var tekið, og þar til það var sýnt? Hvernig má það vera að endaleikurinn hafi verið sá að arka umboðslaus á Bessastaði, til þess eins að snúa aftur með skottið milli lappana? Síðast en ekki síst hefur Sigmundur gert Ísland að athlægi um víða veröld. Sú staðreynd að tíðindin rati í alþjóðlega stórmiðla gerir hugmyndir um samsæri Ríkisútvarpsins í besta falli hlægilegar. Sigmundur Davíð og hans ríkisstjórn unnu marga stóra sigra. Efnahagsmálin hafa stórbatnað og uppgjöri gömlu bankanna er við það að ljúka. Þá glittir í afnám gjaldeyrishafta. Það er synd að svona hafi þurft að fara, en sökudólgurinn er aðeins einn. Sigmundur Davíð sjálfur.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira