Fimm milljarðar króna í Plain Vanilla frá 2011 Sæunn Gísladóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 Þorsteinn B. Friðriksson greindi frá stefnubreytingum hjá Plain Vanilla á fundinum. Mynd/Odd Stefán Viðskipti Fjárfest hefur verið í Plain Vanilla fyrir rúmlega fjörutíu milljón dollara, um fimm milljarða króna, frá stofnun þess árið 2011. Fyrirtækið, sem framleiðir leikinn QuizUP, stefnir að því að skila hagnaði í fyrsta sinn í lok árs. Þetta kom fram á ársfundi leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry, á þriðjudaginn. Gríðarleg gróska er hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Í dag starfa átján leikjaframleiðslufyrirtæki á Íslandi, þar af tilheyra þrettán IGI. Fram kom á fundinum að 95 prósent tekna leikjaframleiðenda koma erlendis frá. Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi á árabilinu 2008 til 2015 er 67,8 milljarðar króna og hefur meðalvöxtur iðnaðarins verið átján prósent á ári. Á mánudaginn lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fram frumvarp til laga þar sem komið er til móts við margar af tillögum samtakanna. Með því vill IGI auka samkeppnishæfni íslensks leikjaiðnaðar. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games, greindi á fundinum frá stefnubreytingum hjá fyrirtækinu. Hann sagði að áður fyrr hefði verið mjög auðvelt að sækja fjármagn inn í fyrirtækið en nú geri fjárfestar þá kröfu að fyrirtækið leggi upp úr auknum tekjum og stefni að því að skila hagnaði. „Það er orðin tíðarandabreyting í fjárfestingaumhverfinu í Kísildalnum, þar sem við fáum langstærsta magn af okkar fjármagni,“ sagði Þorsteinn. Að sögn Þorsteins hafa tekjur farið langt fram úr áætlunum frá ársbyrjun. Auk þess séu enn að bætast við fjörutíu þúsund nýir notendur á dag. Nú sé yfir fjörutíu milljónir skráðir notendur. Þróun hófst á QuizUp sjónvarpsþætti í samstarfi við NBC í fyrra og verður þátturinn sýndur í haust. „Það er búið að selja sýningarréttinn til ýmissa landa, meðal annars Bretlands, en hann verður frumsýndur í Bandaríkjunum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Viðskipti Fjárfest hefur verið í Plain Vanilla fyrir rúmlega fjörutíu milljón dollara, um fimm milljarða króna, frá stofnun þess árið 2011. Fyrirtækið, sem framleiðir leikinn QuizUP, stefnir að því að skila hagnaði í fyrsta sinn í lok árs. Þetta kom fram á ársfundi leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry, á þriðjudaginn. Gríðarleg gróska er hjá leikjaframleiðendum á Íslandi. Í dag starfa átján leikjaframleiðslufyrirtæki á Íslandi, þar af tilheyra þrettán IGI. Fram kom á fundinum að 95 prósent tekna leikjaframleiðenda koma erlendis frá. Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi á árabilinu 2008 til 2015 er 67,8 milljarðar króna og hefur meðalvöxtur iðnaðarins verið átján prósent á ári. Á mánudaginn lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fram frumvarp til laga þar sem komið er til móts við margar af tillögum samtakanna. Með því vill IGI auka samkeppnishæfni íslensks leikjaiðnaðar. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games, greindi á fundinum frá stefnubreytingum hjá fyrirtækinu. Hann sagði að áður fyrr hefði verið mjög auðvelt að sækja fjármagn inn í fyrirtækið en nú geri fjárfestar þá kröfu að fyrirtækið leggi upp úr auknum tekjum og stefni að því að skila hagnaði. „Það er orðin tíðarandabreyting í fjárfestingaumhverfinu í Kísildalnum, þar sem við fáum langstærsta magn af okkar fjármagni,“ sagði Þorsteinn. Að sögn Þorsteins hafa tekjur farið langt fram úr áætlunum frá ársbyrjun. Auk þess séu enn að bætast við fjörutíu þúsund nýir notendur á dag. Nú sé yfir fjörutíu milljónir skráðir notendur. Þróun hófst á QuizUp sjónvarpsþætti í samstarfi við NBC í fyrra og verður þátturinn sýndur í haust. „Það er búið að selja sýningarréttinn til ýmissa landa, meðal annars Bretlands, en hann verður frumsýndur í Bandaríkjunum,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira