Telur bankaráð Landsbankans vanhæft til að ákveða málshöfðun Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2016 08:45 Stjórnendur Landsbankans hafa þurft að svara fyrir Borgunarmálið undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Pjetur Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Heppilegra væri að nýtt bankaráð Landsbankans, eða Bankasýsla ríkisins, tæki ákvörðun um málshöfðun vegna Borgunarmálsins en að sitjandi bankaráð geri það. Þetta er mat Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns. Eftir að niðurstaða skoðunar Bankasýslu ríkisins á viðskiptum með 31 prósents hlut bankans í Borgun lá fyrir hvatti stofnunin, sem heldur utan um hlut ríkisins í Landsbankanum, til þess að bankinn leitaði réttar síns. Fimm af sjö bankaráðsmönnum brugðust við með því að tilkynna að þeir myndu láta af störfum í apríl og gagnrýndu Bankasýsluna fyrir niðurstöðu sína. „Í raun veitist Bankasýslan harkalega að bankanum af óbilgirni sem er síst til þess að fallið að auka traust,“ sögðu bankaráðsmennirnir í yfirlýsingu. Haukur Örn telur að þarna hafi myndast gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í málinu. „Það verður ekki annað skilið en að bankaráðið telji að réttilega hafi verið staðið að viðskiptunum.“ Því sé óheppilegt að óbreytt bankaráð standi að málshöfðun sem snýr að ógildingu eða riftun kaupsamningsins.Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður telur að myndast hafi gjá á milli Bankasýslunnar og bankaráðs í Borgunarmálinu.„Ástæðan er sú að það þarf ekki að vera á þessu stigi að hagsmunir stjórnenda bankans annars vegar og hluthafa hins vegar fari endilega saman í þessu máli og í þeirri málshöfðun sem er fram undan,“ segir Haukur. Færa megi sterk rök fyrir því að stjórnendur bankans séu vanhæfir til þess að fjalla um málið og setja það í farveg. „Ég vísa af því tilefni í 72. grein laga um hlutafélög þar sem segir að stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri hlutafélags geti ekki tekið þátt í meðferð máls sem varðar málshöfðun gegn þriðja manni ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins,“ segir Haukur. Hann bætir því við að í þessu tilfelli kunni hagsmunir að rekast á. „Með þessu er ég ekki að væna neinn um eitthvað ólöglegt en bendi á að þegar lagt er upp með dómsmál er í upphafi mjög mikilvægt að huga að því í hvaða ferli það á að fara,“ segir Haukur. Í þessu tilfelli sé ekki útilokað að stjórnendur Landsbankans kunni að vera ábyrgir fyrir einhverjum ákvörðunum sem teknar voru við söluna á Borgun og bankinn eða hluthafar í bankanum eigi hugsanlega einhverjar kröfur á stjórnendur bankans vegna þessa. Haukur bendir á að það skipti mjög miklu máli hvernig málið er sett fram í upphafi. Bankinn verði bundinn af slíkum málatilbúnaði í gegnum allt dómsmálið. „Þess vegna þarf að hafa þetta allt á bak við eyrað strax á upphafsstigum málsins. Aðilar sem gætu þurft að svara fyrir viðskiptin eru núna að undirbúa málssókn fyrir hönd bankans varðandi þessi viðskipti og stilla því upp í hvaða búning málið verður sett,“ segir Haukur. Hann bendir á að málatilbúnaðurinn gæti haft áhrif á hagsmuni hluthafa bankans á síðari stigum. „Í ljósi þess sem á undan er gengið finnst mér þetta útspil síst til þess fallið að auka trúverðugleika bankans í þessu máli. Það er mikilvægt að vanda vel til verka og að upphafsskref í málinu verði þannig að það verði ekki hægt að gera þau tortryggileg á síðari stigum,“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent