Framtíðin er núna Stjórnarmaðurinn skrifar 30. mars 2016 09:00 Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira