Viðskipti innlent

WizzAir byrjar að fljúga milli Keflavíkur og Búdapest

Atli Ísleifsson skrifar
Búdapest er annar áfangastaður Wizz Air frá Íslandi en félagið flýgur einnig til pólsku borgarinnar Gdansk.
Búdapest er annar áfangastaður Wizz Air frá Íslandi en félagið flýgur einnig til pólsku borgarinnar Gdansk. Mynd/Isavia
Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur hafið flug á milli Keflavíkurflugvallar og ungversku höfuðborgarinnar Búdapest.

Búdapest er annar áfangastaður Wizz Air frá Íslandi en félagið flýgur einnig til pólsku borgarinnar Gdansk.

Í tilkynningu frá Isavia segir að í maí næstkomandi bæti félagið þriðja áfangastaðnum við, pólsku höfuðborgina Varsjá.

„Flogið verður tvisvar í viku til Budapest, á miðvikudögum og sunnudögum, allt árið um kring. Haldið var upp á hina nýju flugleið á Keflavíkurflugvelli í gær og bauð Isavia farþegum upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

Wizz Air er sem áður segir ungverskt flugfélag og stærsta lággjaldaflugvélagið í Mið- og Austur-Evrópu. Félagið hóf flug á milli Gdansk og Keflavíkurflugvallar í júní í fyrra, fyrst tvisvar í viku en fjölgaði ferðum fljótlega upp í þrjár,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×