Lebron James dreymir um ofurlið í NBA með öllum vinum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 15:30 LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony unnu gull saman á ÓL í Peking 2008 og hér fagna þeir því með Kobe Bryant. Vísir/Getty NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016 NBA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016
NBA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira