Við erum öll mjög meðvituð um mikilvægi leiksins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 06:00 Ágúst og stelpurnar okkar þurfa tvo sigra gegn Sviss. Fréttablaðið/Pjetur Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í handbolta mæta Sviss ytra á morgun í þriðja leik liðsins í undankeppni EM 2016 sem fram fer í Svíþjóð í desember. Íslensku stelpurnar eru með bakið upp við vegg eftir töp gegn Frökkum og Þjóðverjum í fyrstu tveimur leikjunum, en vinni Ísland ekki Sviss úti á morgun og heima á sunnudaginn getur liðið sama og kvatt þriðja sætið. Þriðja sætið í einum riðli af sjö gefur sæti á Evrópumótinu sjálfu. „Við erum meðvituð um mikilvægi leiksins en við reynum að einbeita okkur að undirbúningi fyrir þennan leik á morgun [í dag],“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fréttablaðið. Þjálfarinn segir að æfingar hafi gengið vel síðan liðið mætti til Sviss á mánudaginn. Hann finni fyrir miklu meiri stígandi á æfingum stelpnanna. „Við þurfum að taka þetta með okkur inn í leikinn og spila ákafan og þéttan varnarleik. Það eru alltaf okkar grunnstoðir. Við þurfum svo að ná upp öguðum og góðum sóknarleik, halda góðu flæði og fá einhverjar opnanir,“ segir Ágúst. Ísland og Sviss þekkjast vel en á síðasta ári mættust þau þrisvar sinnum í æfingaleikjatörn ytra. „Svissneska liðið er mjög svipað núna. Það spilar aggressíva 3-3-vörn og er með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru hreyfanlegar og vinna vel án bolta í sókninni. Við verðum að skila okkur vel til baka og passa öfluga skyttu hjá þeim og línumann sem er mjög góður,“ segir Ágúst. Svissneska liðið fékk einnig skelli gegn Frakklandi og Þýskalandi, en Ísland og Sviss eru álíka sterk. Fjögur stig verða að nást í þessum tveimur leikjum gegn Sviss og hefst baráttan ytra á morgun. „Við erum að undirbúa okkur fyrir hnífjafna leiki. Við það miðast okkar undirbúningur. Við vitum alveg að við þurfum að vinna en við einbeitum okkur bara að því að vera tilbúin í þennan leik,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson. Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í handbolta mæta Sviss ytra á morgun í þriðja leik liðsins í undankeppni EM 2016 sem fram fer í Svíþjóð í desember. Íslensku stelpurnar eru með bakið upp við vegg eftir töp gegn Frökkum og Þjóðverjum í fyrstu tveimur leikjunum, en vinni Ísland ekki Sviss úti á morgun og heima á sunnudaginn getur liðið sama og kvatt þriðja sætið. Þriðja sætið í einum riðli af sjö gefur sæti á Evrópumótinu sjálfu. „Við erum meðvituð um mikilvægi leiksins en við reynum að einbeita okkur að undirbúningi fyrir þennan leik á morgun [í dag],“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fréttablaðið. Þjálfarinn segir að æfingar hafi gengið vel síðan liðið mætti til Sviss á mánudaginn. Hann finni fyrir miklu meiri stígandi á æfingum stelpnanna. „Við þurfum að taka þetta með okkur inn í leikinn og spila ákafan og þéttan varnarleik. Það eru alltaf okkar grunnstoðir. Við þurfum svo að ná upp öguðum og góðum sóknarleik, halda góðu flæði og fá einhverjar opnanir,“ segir Ágúst. Ísland og Sviss þekkjast vel en á síðasta ári mættust þau þrisvar sinnum í æfingaleikjatörn ytra. „Svissneska liðið er mjög svipað núna. Það spilar aggressíva 3-3-vörn og er með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru hreyfanlegar og vinna vel án bolta í sókninni. Við verðum að skila okkur vel til baka og passa öfluga skyttu hjá þeim og línumann sem er mjög góður,“ segir Ágúst. Svissneska liðið fékk einnig skelli gegn Frakklandi og Þýskalandi, en Ísland og Sviss eru álíka sterk. Fjögur stig verða að nást í þessum tveimur leikjum gegn Sviss og hefst baráttan ytra á morgun. „Við erum að undirbúa okkur fyrir hnífjafna leiki. Við það miðast okkar undirbúningur. Við vitum alveg að við þurfum að vinna en við einbeitum okkur bara að því að vera tilbúin í þennan leik,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson.
Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira