Við erum öll mjög meðvituð um mikilvægi leiksins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 06:00 Ágúst og stelpurnar okkar þurfa tvo sigra gegn Sviss. Fréttablaðið/Pjetur Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í handbolta mæta Sviss ytra á morgun í þriðja leik liðsins í undankeppni EM 2016 sem fram fer í Svíþjóð í desember. Íslensku stelpurnar eru með bakið upp við vegg eftir töp gegn Frökkum og Þjóðverjum í fyrstu tveimur leikjunum, en vinni Ísland ekki Sviss úti á morgun og heima á sunnudaginn getur liðið sama og kvatt þriðja sætið. Þriðja sætið í einum riðli af sjö gefur sæti á Evrópumótinu sjálfu. „Við erum meðvituð um mikilvægi leiksins en við reynum að einbeita okkur að undirbúningi fyrir þennan leik á morgun [í dag],“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fréttablaðið. Þjálfarinn segir að æfingar hafi gengið vel síðan liðið mætti til Sviss á mánudaginn. Hann finni fyrir miklu meiri stígandi á æfingum stelpnanna. „Við þurfum að taka þetta með okkur inn í leikinn og spila ákafan og þéttan varnarleik. Það eru alltaf okkar grunnstoðir. Við þurfum svo að ná upp öguðum og góðum sóknarleik, halda góðu flæði og fá einhverjar opnanir,“ segir Ágúst. Ísland og Sviss þekkjast vel en á síðasta ári mættust þau þrisvar sinnum í æfingaleikjatörn ytra. „Svissneska liðið er mjög svipað núna. Það spilar aggressíva 3-3-vörn og er með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru hreyfanlegar og vinna vel án bolta í sókninni. Við verðum að skila okkur vel til baka og passa öfluga skyttu hjá þeim og línumann sem er mjög góður,“ segir Ágúst. Svissneska liðið fékk einnig skelli gegn Frakklandi og Þýskalandi, en Ísland og Sviss eru álíka sterk. Fjögur stig verða að nást í þessum tveimur leikjum gegn Sviss og hefst baráttan ytra á morgun. „Við erum að undirbúa okkur fyrir hnífjafna leiki. Við það miðast okkar undirbúningur. Við vitum alveg að við þurfum að vinna en við einbeitum okkur bara að því að vera tilbúin í þennan leik,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í handbolta mæta Sviss ytra á morgun í þriðja leik liðsins í undankeppni EM 2016 sem fram fer í Svíþjóð í desember. Íslensku stelpurnar eru með bakið upp við vegg eftir töp gegn Frökkum og Þjóðverjum í fyrstu tveimur leikjunum, en vinni Ísland ekki Sviss úti á morgun og heima á sunnudaginn getur liðið sama og kvatt þriðja sætið. Þriðja sætið í einum riðli af sjö gefur sæti á Evrópumótinu sjálfu. „Við erum meðvituð um mikilvægi leiksins en við reynum að einbeita okkur að undirbúningi fyrir þennan leik á morgun [í dag],“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við Fréttablaðið. Þjálfarinn segir að æfingar hafi gengið vel síðan liðið mætti til Sviss á mánudaginn. Hann finni fyrir miklu meiri stígandi á æfingum stelpnanna. „Við þurfum að taka þetta með okkur inn í leikinn og spila ákafan og þéttan varnarleik. Það eru alltaf okkar grunnstoðir. Við þurfum svo að ná upp öguðum og góðum sóknarleik, halda góðu flæði og fá einhverjar opnanir,“ segir Ágúst. Ísland og Sviss þekkjast vel en á síðasta ári mættust þau þrisvar sinnum í æfingaleikjatörn ytra. „Svissneska liðið er mjög svipað núna. Það spilar aggressíva 3-3-vörn og er með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru hreyfanlegar og vinna vel án bolta í sókninni. Við verðum að skila okkur vel til baka og passa öfluga skyttu hjá þeim og línumann sem er mjög góður,“ segir Ágúst. Svissneska liðið fékk einnig skelli gegn Frakklandi og Þýskalandi, en Ísland og Sviss eru álíka sterk. Fjögur stig verða að nást í þessum tveimur leikjum gegn Sviss og hefst baráttan ytra á morgun. „Við erum að undirbúa okkur fyrir hnífjafna leiki. Við það miðast okkar undirbúningur. Við vitum alveg að við þurfum að vinna en við einbeitum okkur bara að því að vera tilbúin í þennan leik,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira