Viðskipti innlent

Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna „Mannauðsmál í víðum skilningi“. Íslandsbanki er meðal tilnefndra fyrirtækja.
Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna „Mannauðsmál í víðum skilningi“. Íslandsbanki er meðal tilnefndra fyrirtækja. vísir/vilhelm

Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári og verða verðlaunin afhent á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur þann 21. mars nk. frá kl. 16:00-18:00. Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna „Mannauðsmál í víðum skilningi“ og verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála verðlaunað. Einnig verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins heiðraður.

Á síðustu árum hefur Þekkingardagurinn verið ráðstefna og verðlaunaafhending en að þessu sinni verður viðburðurinn með öðru sniði. Haldin verður stutt móttaka þar sem þau fyrirtækin sem tilnefnd eru munu segja frá sinni stefnu í mannauðsmálum. Þá munu formenn dómnefndanna tilkynna og færa rök fyrir niðurstöðum sínum og eftir það mun Forseti Ísland og verndari íslensku Þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenda þekkingarverðlaunin og heiðra viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins. Athöfninni lýkur síðan með samkomu undir ljúfum tónum og léttum veitingum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.