Lægri vaxtagreiðslur standi undir byggingu nýs spítala Ingvar Haraldsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson voru sammála um að aðstæður í efnahagslífinu væru góðar þó áfram þyrfti að vera á varðbergi. Við hlið Bjarna sat Guðmundur Árnason, ráðuneytisstóri í fjármálaráðuneytinu. fréttablaðið/stefán Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaframlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opinbera. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxtasparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti lagabreytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opinbera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykilatriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru framkvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ Bankastjórar gæslumenn almannagæðaMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Vaxtasparnaður í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaframlögunum mun standa undir fjármögnun nýs Landspítala og hækka framkvæmdastig hins opinbera. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær. Þá standi til að afnema gjaldeyrishöft á þessu ári. „Ef áfram heldur sem horfir þá erum við að ná fram á örfáum árum allt að 25 milljarða árlegum vaxtasparnaði og það munar um minna í þessu samhengi,“ sagði Bjarni. Gert var ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkisins næmu 75 milljörðum króna árið 2016 í fjárlagafrumvarpi ársins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundinum að til stæði að halda útboð á aflandskrónum á fyrri hluta ársins. Í framhaldinu væri hægt að fara tiltölulega hratt í afnám gjaldeyrishafta á innlenda aðila. Hins vegar væri heppilegt að stjórntæki sem takmarka svokölluð vaxtamunarviðskipti væru tilbúin þegar útboðið færi fram. Helst væri horft til skatts eða bindiskyldu í þeim efnum en til þess þyrfti lagabreytingu. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 64 milljarða króna frá upphafi síðasta árs. Bjarni sagði að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp sem taka ætti á þessu á vorþingi, áður en frestur til lagningar nýrra þingmála rennur út en ekki lægi fyrir hvor leiðin yrði farin. Seðlabankastjóri sagði stöðu efnahagsmála í landinu góða. Hins vegar gæti sú staða breyst hratt. „Okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir,“ sagði Már. Bjarni taldi ekki óheppilegt að auka ætti framkvæmdir hins opinbera þegar útlit er fyrir vaxandi spennu hagkerfinu. „Það er lykilatriði í því sambandi að það hefur aldrei staðið til að reisa spítalann að nýju á einu ári, þetta eru framkvæmdir sem taka langan tíma og það eru ytri mörk á því hversu mikið er hægt að gera í senn,“ sagði Bjarni. Bjarni tók engu að síður undir orð Más um að ekki mætti fara of geyst í hagstjórninni. „Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum,“ sagði Bjarni. „Nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.“ Bankastjórar gæslumenn almannagæðaMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ávarpi sínu brýnt að sú menning og siðferði sem var við lýði í fjármálakerfinu sneri ekki aftur. „Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni. Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir, eins og kerfið er nú byggt upp, gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu,“ sagði Már.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira