Körfubolti

Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Fannar Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með Keflavík og KR og sérfræðingur Dominos-Körfuboltakvölds, gerði góðlátlegt grín að mistökum síðustu umferða í liðnum sínum „Fannar Skammar“ í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær.

Fannar hló dátt að misheppnuðum troðslum, sniðskotum og sendingum eins og honum einum er lagið, en hann var síðan skammaður sjálfur í beinni útsendingu.

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, tísti á myllumerki þáttarins #dominos365:

Fannar var fljótur að kenna Hermanni Haukssyni, öðrum sérfræðingi Körfuboltakvölds, um fatnað sinn. Hermann starfar í Boss-búðinni og er tískulögga Körfuboltakvölds.

„Ég talaði við Hemma Hauks og sagðist vera með græna skyrtu og bláan jakka. Ég spurði hvort þetta gæti virkað saman. Hann sagði já, ég þyrfti bara að setja á mig blátt bindi og setja grænt drasl í brjóstvasann. Þá gengur þetta upp. Þetta er Hemma að kenna,“ sagði Fannar.

Kjartan Atli Kjartansson spurði þá eðlilega hvar blái jakkinn væri þar sem Fannar var í gráum jakka. Hermann var að horfa á þáttinn og var fljótur að svara fyrir sig.

Fannar var vitaskuld ekki lengi að afsaka sig: „Ég er litblindur.“

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.