Dagur jákvæður fyrir nýrri ofurdeild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2016 08:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er hrifinn af hugmyndum sem fram hafa komið um stofnun nýrrar alþjóðlegrar ofurdeildar í handbolta. Premier Handball League á samkvæmt áætlunum að hefjast árið 2019 en um er að ræða tólf liða ofurdeild sem samanstendur af tólf félögum. Á hún að leysa Meistaradeild Evrópu af hólmi. „Verkefnið er komið með hendur og fætur,“ sagði Dagur í samtali við Berliner Morgenpost. „Áætlanir eru til staðar og mér finnst þessi ofurdeild áhugaverð. Hún gæti orðið bylting fyrir handboltann.“ Hann segir að tilvist deildarinnar sé háð því að stórlið eins og Barcelona, PSG, Veszprem og Kielce séu reiðubúin að taka þátt í verkefninu. „En það lítur út fyrir að þýsku liðin séu tilbúin til þess,“ sagði Dagur en Kiel og Füchse Berlin eru sögð áhugasöm um að taka þátt.Vilja þátttöku stórborga Umboðsmaðurinn Wolfgang Gütschow segir að handboltinn eigi í dag enga stóra markaðsvöru sem gæti náð athygli á alheimsíþróttamarkaði. „Fjárfestar okkar vilja þátttöku stórborga eins og Berlín, París, Barcelona og Moskvu. Markmiðið er að gera handboltann tilbúinn fyrir Bandaríkjamarkað,“ sagði hann við þýska fjölmiðla.Kiel vill vera með Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, segir að það hafi ávallt verið markmið félagsins að gera handboltann vinsælli og arðbærari. „Það er ekkert leyndarmál að Kiel sér mikla kosti við það að vera taka þátt í alþjóðlegri deild samhliða þýsku úrvalsdeildinni.“ Handknattleikssamband Evrópu [EHF] hefur fengið upplýsingar um verkefnið en nýja deildin yrði fjármögnuð og starfrækt af einkaaðilum. Yfirmaður markaðsdeildar EHF, Peter Vargo, er sagður ætla að hefja störf fyrir nýju ofurdeildina í sumar en hann hefur hingað til haft það á sinni könnu að markaðssetja Meistaradeild Evrópu. Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er hrifinn af hugmyndum sem fram hafa komið um stofnun nýrrar alþjóðlegrar ofurdeildar í handbolta. Premier Handball League á samkvæmt áætlunum að hefjast árið 2019 en um er að ræða tólf liða ofurdeild sem samanstendur af tólf félögum. Á hún að leysa Meistaradeild Evrópu af hólmi. „Verkefnið er komið með hendur og fætur,“ sagði Dagur í samtali við Berliner Morgenpost. „Áætlanir eru til staðar og mér finnst þessi ofurdeild áhugaverð. Hún gæti orðið bylting fyrir handboltann.“ Hann segir að tilvist deildarinnar sé háð því að stórlið eins og Barcelona, PSG, Veszprem og Kielce séu reiðubúin að taka þátt í verkefninu. „En það lítur út fyrir að þýsku liðin séu tilbúin til þess,“ sagði Dagur en Kiel og Füchse Berlin eru sögð áhugasöm um að taka þátt.Vilja þátttöku stórborga Umboðsmaðurinn Wolfgang Gütschow segir að handboltinn eigi í dag enga stóra markaðsvöru sem gæti náð athygli á alheimsíþróttamarkaði. „Fjárfestar okkar vilja þátttöku stórborga eins og Berlín, París, Barcelona og Moskvu. Markmiðið er að gera handboltann tilbúinn fyrir Bandaríkjamarkað,“ sagði hann við þýska fjölmiðla.Kiel vill vera með Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Kiel, segir að það hafi ávallt verið markmið félagsins að gera handboltann vinsælli og arðbærari. „Það er ekkert leyndarmál að Kiel sér mikla kosti við það að vera taka þátt í alþjóðlegri deild samhliða þýsku úrvalsdeildinni.“ Handknattleikssamband Evrópu [EHF] hefur fengið upplýsingar um verkefnið en nýja deildin yrði fjármögnuð og starfrækt af einkaaðilum. Yfirmaður markaðsdeildar EHF, Peter Vargo, er sagður ætla að hefja störf fyrir nýju ofurdeildina í sumar en hann hefur hingað til haft það á sinni könnu að markaðssetja Meistaradeild Evrópu.
Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira