Forgjöfin loksins ljós Stjórnarmaðurinn skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira
Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira