Forgjöfin loksins ljós Stjórnarmaðurinn skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira