Dagur: Fótboltastrákarnir geta komið á óvart í Frakklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2016 17:56 Dagur hefur trú á fótboltastrákunum okkar. Samsett mynd/Vísir/Getty Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“ Handbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Dagur Sigurðsson var í viðtali á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hann ræðir bæði árangur sinn með þýska handboltalandsliðinu og áhuga sinn á knattspyrnu. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeistara í handbolta sem kunnugt er en árangurinn vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Dagur var með ungt og óreynt lið í höndunum vegna meiðsla margra lykilmanna. Margir af stærstu knattspyrnustjörnum Þýskalands óskuðu Degi og hans mönnum til hamingju með árangurinn og segir Dagur að þeir hafi vel merkt hversu góðan og víðtækan stuðning liðið fékk. Í greininnni er sagt frá því að Dagur hafi á sínum tíma æft fótbolta og að hann eigi að baki leiki með U-17 liði Íslands. „Ég hafði gaman að báðum íþróttum og var ekkert að velta því fyrir mér þá hvort ég yrði atvinnumaður í íþróttum,“s sagði Dagur í viðtalinu. „Ég ákvað að spila handbolta vegna þess að ég átti fleiri vini þar.“Vísir/GettyElskar ensku úrvalsdeildina Dagur segist fylgjast mjög vel með fótbolta og fari oft á völlinn til að sjá Herthu Berlín spila. Hann elskar ensku úrvalsdeildina eins og margir Íslendingar og þá sérstaklega Manchester United, segir hann. „Ég fer oft á leiki í Englandi. Ég var til dæmis á fyrsta leik Jürgen Klopp með Liverpool þegar liðið mætti Tottenham. Það var gaman,“ sagði hann. Dagur segir að það komi ekki til greina að taka að sér þjálfarastarf í fótboltanum þó svo að fjölmiðlar hafi fjallað um það. „Ég var spurður hvort ég hefði íhugað þap og sagði já. Metnaður minn liggur þó ekki þar og ég hef engin tilboð fengið,“ sagði Dagur og sagði að það væri í grunninn mikill munur á handbolta og fótbolta.Vísir/GettyHandboltinn þarf ekki að skammast sín „Tæknilega séð er munar mikið á íþróttunum en þrátt fyrir það þarf handboltinn ekkert að skammast sín í samanburði við fótbolta, hvað stemningu og spennu varðar. Það er meira „action“ í handbolta, fleiri mörk og meiri hraði. Þess fyrir utan er mun auðveldara að breyta um taktík í handbolta.“ Talið berst svo að árangri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem verður meðal þátttökuliða á stórmót í fyrsta sinn í sumar. „Það er stórbrotinn árangur. Ég er sannfærður um að þeir geta komið á óvart þó svo að það verði auðvitað erfitt,“ sagði Dagur sem kannast vel við það að vera lægra skrifaða liðið. „Svoleiðis hlutir skipta engu máli þegar flautað er til leiks. Við vorum með ungt lið [á EM í handbolta] sem við höfðum trú á. Við stóðum okkur vel.“
Handbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira