Viðskipti innlent

Hækka iðgjöld en vilja greiða út milljarða í arð

Ingvar Haraldsson skrifar
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
Stjórn VÍS leggur til að 5 milljarðar verði greiddir í arð fyrir árið 2015. VÍS hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ári miðað við 1,2 milljarða hagnað árið 2014.

Tekjur af fjárfestingarstarfsemi námu 4,1 milljarði samanborið við 2,4 milljarða árið 2014.

Þá nam samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, 101,5 prósentum á síðasta ári. Hlutfallið batnaði því milli ára en það var 104,5 prósent árið 2014. „Ánægjulegt er að sjá að ágætur vöxtur var í innlendum iðgjöldum og hækkuðu bókfærð iðgjöld um 5,8% á árinu. Þrátt fyrir iðgjaldavöxt er vöxtur í tjónatíðni áhyggjuefni og það verður áfram áskorun að ná ásættanlegri afkomu af mörgum greinaflokkum vátrygginga,“ segir Sigrún Ragna Óladóttir, forstjóri VÍS.

VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×