Viðskipti innlent

WOW með áætlunarflug til Edinborgar í sumar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku.
Félagið fer tvær ferðir á milli Keflavíkur og Edinborgar í viku. Vísir/Vilhelm
WOW air ætlar að hefja áætlunarflug til Edinborgar í júlí. Flogið verður yfri sumarmánuðina og út október. Flogið verður tvisvar í viku; á miðvikudögum og sunnudögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Flugfélagið mun fljúga til Edinburgh International flugvallar (EDI) sem er staðsettur 12 kílómetra vestur af borginni.

WOW air tilkynnti nýverið um kaup á tveimur nýjum Airbus A321 flugvélum en félagið hefur verið í talsverðum vexti. Metmánuður var hjá félaginu í janúar þegar WOW flutti 52 þúsund farþega til og frá landinu. Það var aukning um 87 prósent frá sama mánuði á síðasta ári.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.