San Antonio Spurs verður án Argentínumannsins Manu Ginobili næsta rúma mánuðinn eftir að hann meiddist á eista í leik á móti New Orleans Pelicans í vikunni.
Manu Ginobili gekkst undir aðgerð í gær og það gæti vel farið svo að hann verður lengur frá en í þennan eina mánuð.
Ginobili meiddist á þessum viðkvæma stað þegar hann hnéð á Ryan Anderson í klofið þegar 2:26 voru eftir að leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Anderson fékk dæmda á sig sóknarvillu.
Ginobili engdist um á gólfinu í dágóðan tíma og Tim Duncan hjálpaði honum síðan inn í búningsklefa.
Hinn 38 ára gamli Manu Ginobili var að íhuga það að setja skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil en ákvað að taka einn slag til viðbótar.
Hann hefur komið með 10,0 stig, 3,3 stoðsendingar, 3,0 fráköst og 1,1 stolinn bolta inn af bekknum á 19,7 mínútum í leik.
Tim Duncan hefur ekki spilað síðustu leiki liðsins og nú missir San Antonio Spurs liðið Manu Ginobili í langan tíma.
San Antonio Spurs hefur unnið 41 af 49 leikjum tímabilsins til þessa og mun sakna þess að fá hinn útsjónarsaman og leikreynda Manu Ginobili ekki inn af bekknum í næstu leikjum sínum.
Ginobili þurfti að fara í aðgerð á eista
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn


Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn