Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 14:15 Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Einar er ákærður auk félagsins Skajaquoda ehf. sem hann var forsvari fyrir. Að því er fram kemur í fyrsta lið ákærunnar létu þrír aðilar Einar í té fjármuni fyrir samtals 30 milljónir króna í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund.Sjá einnig: Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Fénu ráðstafaði Einar hins vegar í eigin þágu „eða annars með þeim hætti að ekki tengdist eða gat samrýmst ætluðum fjárfestingum brotaþola. Brotaþolar hafa ekkert endurheimt af fé sínu. Hafði ákærði þannig fé af brotaþolum með blekkinugm,“ að því er segir í ákæru. Þessi meintu brot áttu sér stað á árunum 2010 g 2011. Í ákæru segir að blekkingar Einars hafi frá upphafi falist í því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingasjóðinn, „sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Á Einar meðal annars að hafa sent fjárfestunum upplýsingar um hvers eðlis fjárfestingar sjóðsins voru og hver hagnaðarvonin gæti orðið. Voru allar þessar upplýsingar hins vegar „tilbúningur ákærða þar sem sjóðurinn hafði aldrei verið stofnaður og því síður starfræktur.“ Einar kom upplýsingum til fjárfestanna meðal annars með skriflegum yfirlitum og tveimur fréttabréfum fyrir sjóðsfélaga, að því er kemur fram í ákæru.Sjá einnig: Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Í öðrum lið ákærunnar eru Einari síðan gefin að sök fjársvik þegar hann tók við 272.000 evrum, sem þá var jafnvirði tæplega 45 milljóna króna, frá einum aðila sem líkt og hinir þrír taldi að peningurinn færi í fjárfestingar í fjárfestingasjóði. Svo var ekki. Greiðslan fór fram í nóvember 2012 en Einar er ákærður fyrir brot á fjögurra ára tímabili, frá 2009 til 2013. Um þetta segir í ákæru: „Blekkingar ákærða gagnvart brotaþola áttu sér stað á árunum fyrir greiðslu brotaþola, í aðdraganda greiðslunnar og einnig eftir hana. Blekkingarnar fólust einkum í því að halda frá upphafi að brotaþola röngum upplýsingum um sjálfa tilvist fjárfestingasjóðsins Skajaquoda Fund, sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Líkt og í hinu tilfellinu hélt Einar þeim sem lagði honum til fé upplýstum um stöðuna í fjárfestingasjóðnum, svo sem um eðli fjárfestinga, hagnaðarvon og ávöxtun á fyrri tímabilum. Ákæra sérstaks saksóknara, sem nú er reyndar héraðssaksóknara, er ítarleg en auk þessara tveggja ákæruliða eru fimm ákæruliðir til viðbótar. Er Einar meðal annars ákærður fyrir meiriháttar brot gegn lögum á gjaldeyrislögum og fyrir skjalafals í tengslum við fjársvikin auk þess sem félagi Einars, Skajaquoda, er gert að sæta upptöku á 67,5 milljónum króna vegna brotanna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.Uppfært klukkan 16.20: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var ranglega sagt í fyrirsögn að sakarefnið væru skattsvik. Hið rétta er að um fjársvik er að ræða og hefur það nú verið lagfært. Tengdar fréttir Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Einar er ákærður auk félagsins Skajaquoda ehf. sem hann var forsvari fyrir. Að því er fram kemur í fyrsta lið ákærunnar létu þrír aðilar Einar í té fjármuni fyrir samtals 30 milljónir króna í þeirri trú að féð myndi renna til fjárfestinga í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum sem héti Skajaquoda Fund.Sjá einnig: Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Fénu ráðstafaði Einar hins vegar í eigin þágu „eða annars með þeim hætti að ekki tengdist eða gat samrýmst ætluðum fjárfestingum brotaþola. Brotaþolar hafa ekkert endurheimt af fé sínu. Hafði ákærði þannig fé af brotaþolum með blekkinugm,“ að því er segir í ákæru. Þessi meintu brot áttu sér stað á árunum 2010 g 2011. Í ákæru segir að blekkingar Einars hafi frá upphafi falist í því að halda röngum upplýsingum að þeim aðilum sem lögðu til fé í fjárfestingasjóðinn, „sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Á Einar meðal annars að hafa sent fjárfestunum upplýsingar um hvers eðlis fjárfestingar sjóðsins voru og hver hagnaðarvonin gæti orðið. Voru allar þessar upplýsingar hins vegar „tilbúningur ákærða þar sem sjóðurinn hafði aldrei verið stofnaður og því síður starfræktur.“ Einar kom upplýsingum til fjárfestanna meðal annars með skriflegum yfirlitum og tveimur fréttabréfum fyrir sjóðsfélaga, að því er kemur fram í ákæru.Sjá einnig: Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Í öðrum lið ákærunnar eru Einari síðan gefin að sök fjársvik þegar hann tók við 272.000 evrum, sem þá var jafnvirði tæplega 45 milljóna króna, frá einum aðila sem líkt og hinir þrír taldi að peningurinn færi í fjárfestingar í fjárfestingasjóði. Svo var ekki. Greiðslan fór fram í nóvember 2012 en Einar er ákærður fyrir brot á fjögurra ára tímabili, frá 2009 til 2013. Um þetta segir í ákæru: „Blekkingar ákærða gagnvart brotaþola áttu sér stað á árunum fyrir greiðslu brotaþola, í aðdraganda greiðslunnar og einnig eftir hana. Blekkingarnar fólust einkum í því að halda frá upphafi að brotaþola röngum upplýsingum um sjálfa tilvist fjárfestingasjóðsins Skajaquoda Fund, sem aldrei var starfræktur í neinni eiginlegri mynd [...].“ Líkt og í hinu tilfellinu hélt Einar þeim sem lagði honum til fé upplýstum um stöðuna í fjárfestingasjóðnum, svo sem um eðli fjárfestinga, hagnaðarvon og ávöxtun á fyrri tímabilum. Ákæra sérstaks saksóknara, sem nú er reyndar héraðssaksóknara, er ítarleg en auk þessara tveggja ákæruliða eru fimm ákæruliðir til viðbótar. Er Einar meðal annars ákærður fyrir meiriháttar brot gegn lögum á gjaldeyrislögum og fyrir skjalafals í tengslum við fjársvikin auk þess sem félagi Einars, Skajaquoda, er gert að sæta upptöku á 67,5 milljónum króna vegna brotanna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.Uppfært klukkan 16.20: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var ranglega sagt í fyrirsögn að sakarefnið væru skattsvik. Hið rétta er að um fjársvik er að ræða og hefur það nú verið lagfært.
Tengdar fréttir Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur,“ segir Ágúst Ágústsson um TOB-snúruna. 24. febrúar 2015 21:53
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent